„Eini glæpurinn er að við misstum hlutinn í veðkalli“ 31. mars 2009 11:58 Ragnar Z Guðjónsson, forstjóri Byrs Ragnar Z Guðjónsson, forstjóri Byrs, segist ekki skilja af hverju Fjármálaeftirlitið sé nú að rannsaka viðskipti félags í eigu Ragnars og nokkurra annarra stjórnenda sjóðsins með stofnfjárhluti í Byr. DV greindi frá rannsókninni í dag. „Eini glæpurinn er að við misstum hlutinn í veðkalli. Hlut sem var metinn á sjötíu milljónir," segir Ragnar í samtali við Vísi. MP Banki gerði veðkall í hlut Húnahorns, félags í eigu Ragnars og annarra stjórnenda Byrs. Fljótlega eftir það rann hluturinn inn í félagið Exeter Holdings, félags í eigu Ágústs Sindra Karlssonar, fyrrverandi stjórnarmanns MP. Rannsókn FME virðist beinast að því að grunur leikur á að Húnahorn hafi selt hlut sinn beint til Exeter Holdings sem hefur fjármagnað 1,8 prósent hlut sinn í Byr með yfirdráttarláni frá Byr. „Við misstum hlutinn en framseldum hann ekki til Exeter Holdings. Við eigum skjöl sem sýna að hluturinn fór frá okkur til MP Banka. Hvað gerðist síðan í framhaldinu verða aðrir að svara til um," segir Ragnar. Stjórn Byrs lánaði Exeter Holdings 1,1 milljarð á yfirdráttarláni fyrir kaupum á hlutum í Byr. Samkvæmt heimildum Vísis eru þar inni hlutir sem MP Banki hefur tekið veðkall í á undanförnum mánuðum. Meðal þeirra sem misst hafa bréf eru stjórnarmenn Byrs, sömu menn og tóku ákvörðun um að fjármagna hlutabréfaeign Exeter Holdings í Byr. „Það var stjórnin sem tók ákvörðun um þessa lánveitingu. Ég framkvæmdi hana en hafði ekki hugmynd um að verið væri að fjármagna bréf sem höfðu áður verið í eigu Húnahorns," segir Ragnar. Aðspurður hvort þetta mál hafi einhver áhrif á framtíð hans sem forstjóra Byrs segir Ragnar að hann viti það ekki. „Ef ég nýt ekki trausts samstarfsmanna og viðskiptavina þá hætti ég. Það er ekki flóknara en það. Ég veit hins vegar ekki til annars en að mér sé treyst í þessu starfi." Ágúst Sindri Karlsson, sem á nú 1,8 prósent hlut í Byr og er fjármagnaður af sparisjóðnum sjálfur, segir í samtali við Vísi að hann hafi þarna líkt og oft áður verið fenginn til að taka til eftir partýið. „Ég er vanur að sjá um skítverkin og taka að mér hluti sem aðrir vilja ekki. Ég hef hins vegar fulla trú á Byr og vill eignast stærri hlut í sjóðnum,“ segir Ágúst Sindri. Jón Kristjánsson, stjórnarformaður Byrs, er á Flórída og með slökkt á símanum. Ekki náðist í aðra stjórnarmenn við vinnslu þessarar fréttar. Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Ragnar Z Guðjónsson, forstjóri Byrs, segist ekki skilja af hverju Fjármálaeftirlitið sé nú að rannsaka viðskipti félags í eigu Ragnars og nokkurra annarra stjórnenda sjóðsins með stofnfjárhluti í Byr. DV greindi frá rannsókninni í dag. „Eini glæpurinn er að við misstum hlutinn í veðkalli. Hlut sem var metinn á sjötíu milljónir," segir Ragnar í samtali við Vísi. MP Banki gerði veðkall í hlut Húnahorns, félags í eigu Ragnars og annarra stjórnenda Byrs. Fljótlega eftir það rann hluturinn inn í félagið Exeter Holdings, félags í eigu Ágústs Sindra Karlssonar, fyrrverandi stjórnarmanns MP. Rannsókn FME virðist beinast að því að grunur leikur á að Húnahorn hafi selt hlut sinn beint til Exeter Holdings sem hefur fjármagnað 1,8 prósent hlut sinn í Byr með yfirdráttarláni frá Byr. „Við misstum hlutinn en framseldum hann ekki til Exeter Holdings. Við eigum skjöl sem sýna að hluturinn fór frá okkur til MP Banka. Hvað gerðist síðan í framhaldinu verða aðrir að svara til um," segir Ragnar. Stjórn Byrs lánaði Exeter Holdings 1,1 milljarð á yfirdráttarláni fyrir kaupum á hlutum í Byr. Samkvæmt heimildum Vísis eru þar inni hlutir sem MP Banki hefur tekið veðkall í á undanförnum mánuðum. Meðal þeirra sem misst hafa bréf eru stjórnarmenn Byrs, sömu menn og tóku ákvörðun um að fjármagna hlutabréfaeign Exeter Holdings í Byr. „Það var stjórnin sem tók ákvörðun um þessa lánveitingu. Ég framkvæmdi hana en hafði ekki hugmynd um að verið væri að fjármagna bréf sem höfðu áður verið í eigu Húnahorns," segir Ragnar. Aðspurður hvort þetta mál hafi einhver áhrif á framtíð hans sem forstjóra Byrs segir Ragnar að hann viti það ekki. „Ef ég nýt ekki trausts samstarfsmanna og viðskiptavina þá hætti ég. Það er ekki flóknara en það. Ég veit hins vegar ekki til annars en að mér sé treyst í þessu starfi." Ágúst Sindri Karlsson, sem á nú 1,8 prósent hlut í Byr og er fjármagnaður af sparisjóðnum sjálfur, segir í samtali við Vísi að hann hafi þarna líkt og oft áður verið fenginn til að taka til eftir partýið. „Ég er vanur að sjá um skítverkin og taka að mér hluti sem aðrir vilja ekki. Ég hef hins vegar fulla trú á Byr og vill eignast stærri hlut í sjóðnum,“ segir Ágúst Sindri. Jón Kristjánsson, stjórnarformaður Byrs, er á Flórída og með slökkt á símanum. Ekki náðist í aðra stjórnarmenn við vinnslu þessarar fréttar.
Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira