Innlent

Fleiri nefna Guðlaug en Illuga í fyrsta sætið

Illugi Gunnarsson og Guðlaugur Þór berjast um efsta sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins.
Illugi Gunnarsson og Guðlaugur Þór berjast um efsta sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins.

Stuðningsmenn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar létu framkvæma könnun um stuðning við fyrsta sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Þar kemur fram að 45% sögðust ætla að kjósa Guðlaug en 35% Illuga Gunnarsson sem einnig býður sig fram í fyrsta sætið.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá stuðningsmönnum Guðlaugs en könnunin var framkvæmd dagana 9. til 12. mars og hringt var í 3661 sjálfstæðismann í Reykjavík, 16 ára og eldri. Um fimmtungur tók ekki afstöðu eða nefnir önnur nöfn í fyrsta sætið.

Ef aðeins er tekið tillit til þeirra sem tóku afstöðu til þeirra tveggja sem hafa boðið sig fram í 1. sætið hyggjast 56% styðja Guðlaug en 44% Illuga.

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins fer fram um helgina.

Könnunina gerði úthringihópur á vegum framboðs Guðlaugs Þórs.

Spurt var: Hvaða frambjóðanda í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík styður þú í 1. sætið?


Tengdar fréttir

Illugi með töluvert forskot á Guðlaug

Illugi Gunnarsson alþingismaður nýtur töluvert meiri stuðnings en Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður í fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×