Innlent

Hugmyndir Framsóknar kosta 1200 milljarða

Steingrímur J. Sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon

Hugmyndir Framóknarflokksins um tuttugu prósenta niðurfærslu á öllum skuldum kosta 1200 milljarða króna. Þetta sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Steingrímur sagðist hafa minnisblað með þessum tölum og spurði hver ætti að borga brúsann.

„Ég er hér með minnisblað sem ég hef ekki viljað sýna en það er mat á tuttugu prósenta niðurærslu á öllum skuldum. Stærðargráðan er 1200 milljarðar króna, hver á að borga það?," spurði Steingrímur.

Hann spurði einnig hvernig ætti að framkvæma þessar hugmyndir og hvort sama ætti yfir alla að ganga.

„Þetta er ekki svona einfalt."







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×