Innlent

Atli Gíslason: Fangar eru kórdrengir miðað við auðmenn

Atli Gíslason telur fanga á Litla Hrauni kórdrengi miðað við auðmennina.
Atli Gíslason telur fanga á Litla Hrauni kórdrengi miðað við auðmennina.

„Ég á nöfnin á þessum fjörtíu, fimmtíu mönnum sem við erum að tala um," segir Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna spurður út í ummæli sín í Silfri Egils fyrr í dag þar sem hann talaði um að bankarnir á landinu þyrftu að setja auðmenn á válista.

Í viðtali við Vísi segist hann vera að tala um þá auðmenn sem kaupa gjaldþrota þrotabúin sín fyrir peninga sem enginn veit hvaðan koma. Í því samhengi bendir Atli á 356, sem urðu að Rauðsól og síðar Ný Sýn. Þá reiddi Jón Ásgeir Jóhannesson fram tvo milljarði sem fæstir vita hvaðan koma.

„Flestir á Litla Hrauni eru bara kórstrákar miðað við þessa menn," segir Atli en bendir á að samanburðurinn náði þó ekki til þeirra sem sitja inni fyrir ofbeldis- eða fíkniefnaglæpi. Sjálfum segist hann ofbjóða að ekki sé búið að draga auðmennina til ábyrgðar.

Sjálfur vill Atli útiloka auðmennina frá fyrirtækjarekstri, í það minnsta þegar þeir týna feitustu bitana úr brunarústunum, „og haga sér eins og hræætur," bætir Atli svo við.

Hann segir að ákvörðunin þurfi að taka af hálfu bankanna sjálfra. Spurður hvort válistinn væri ekki frekar ósanngjörn, næstum þvingandi, spyr Atli á mót, hvort við viljum yfir höfuð sætta okkur við þá viðskiptahætti sem þessir menn hafa stundað undanfarin ár, sem að lokum leiddi til hruns.

„Það á ekki að eiga viðskipti við þá menn sem komu okkur í þrotið," segir Atli svo að lokum.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×