Innlent

„Ný“frjálshyggjan snýst til varnar

Sigríður Andersen segir menn ekki hafa gengið sjálfala í fjármálalífinu.
Sigríður Andersen segir menn ekki hafa gengið sjálfala í fjármálalífinu.

„Menn hafa tala fjálglega um að það vanti reglur án þess að hafa bent á það konkret hvaða reglur vanti," segir varaþingmaðurinn og héraðsdómslögmaðurinn, Sigríður Andersen, en vefrit frjálshyggjumanna, Andriki.is, birti heilsíðu auglýsingu í dag í Fréttablaðinu til varnar frjálshyggjunni. Þar eru birtar flestar reglur sem finna má um fjármálalíf Íslendinga undir fyrir sögninni „Hér voru engar reglur".

Með fyrirsögninni er verið að deila á þá sem hafa haldið því fram, án raka að mati Sigríðar, að hér hafi nokkurskonar frumskógarlögmál ríkt á fjármálamörkuðum.

„Það var ekkert slíkt í gangi, nema þá í þeim skilning að það voru of miklar og flóknar reglur sem giltu," segir hún og bendir jafnframt á að listinn sé alls ekki tæmandi, fleiri reglur séu til.

Aðspurð hvort að frjálshyggjan sé óverðskuldaður boxpúði almennings segist Sigríður taka undir þau sjónarmið. Almenningur hafi á einhvern hátt beint reiði sinni að hugmyndafræði svokallaðrar nýfrjálshyggju, sem Sigríður segist reyndar ekki kannast við.

„Menn ættu að hætta að tala í frösum," segir hún og vill frekar að menn einbeiti sér að máefnum og rökum. Sjálf skilgreinir hún sig sem frjálshyggjumanneskju án forskeyta.

 

Spurð hvað hafi orðið til þess að bankakerfi Íslands hrundi með jafn miklu afli og rauninn varð, bendir Sigríður fyrst og fremst á afskipti stjórnmálamanna af fjármálalífinu, ekki eingöngu hér á landi, heldur úti Bandaríkjunum, þar sem kreppan á rætur sínar.

„Ég ætla ekki að útiloka að eitthvað hafi gleymst í regluverkinu, en það er ekki rétt að menn hafi gengið sjálfala," segir Sigríður að lokum en sjálf situr hún í stjórn Andríkis.















Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×