Stef sigraði Svavar 4. febrúar 2009 10:40 Framkvæmarstjóri Smáís, Snæbjörn Steingrímsson, fagnar sigri yfir Istorrent. „Meginniðurstaðan er sú að að lögbannið gegn Istorrent er algjörlega staðfest og svo var bótaskyldan viðurkennd," segir Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdarstjóri Smáís, en Stef sigraði dómsmál varðandi höfundarvarið efni sem þeir höfðuðu gegn Svavari Lútherssyni sem hélt úti síðunni Istorrent, nú í morgun. Svavar sigraði fyrra dómsmálið sem Smáís höfðaði gegn honum en sú sigursæla var skammvinn, nú laut hann ósigri auk þess sem hann þarf að greiða milljón í málsskostnað fyrir Stef. Upphaf málsins má rekja til þess að Svavar hélt úti síðunni Istorrent. Þar gátu notendur skráð sig inn og dreift sín á milli allskyns kvikmyndum, þáttum, tónlist og fjölmörgu öðru. Að auki mátti finna höfundarvarið efni sem var dreift á milli notenda. Smáís höfðaði mál á hendur síðunnar og krafðist lögbanns í ljósi þess að finna mátti efni sem var höfundarvarið. „Áður fyrr var stöðugt verið að fara yfir formsatriði og eins og umboð erlendrar rétthafasamtaka og hvort þeir ættu rétt á að krefjast lögbanns," útskýrir Snæbjörn varðandi frávísu á fyrra málinu. Að sögn Snæbjörns er um gríðarlegan áfangasigur að ræða fyrir réttahafa höfundavarins efnis. Hann segir dóminn jafnframt skýr skilaboð til „kaffihúsa" lögfræðinga eins og hann kallar þá, engu máli skiptir þó menn haldi úti síðum eins og Istorrent í gegnum erlenda hýsla, menn eru engu að síður ábyrgir fyrir því sem þar gerist hér á landi. Aðspurður hvaða áhrif dómurin hefur á þá sem hala niður efni ólöglega svarar Snæbjörn því til að þeir geti einnig verið dregnir til ábyrgðar fyrir að dreifa höfundavörðu efni ólöglega. Finna má fleiri síður sem stuðla að dreifingu höfundavarins efnis. Spurður hvað taki nú við segir Snæbjörn: „Við erum langt því frá hættir." Dómurinn gerir þeim sem eiga efnið sem var dreif kleyft að höfða skaðabótamál á hendur þeirra sem að síðunni stóðu. Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Sjá meira
„Meginniðurstaðan er sú að að lögbannið gegn Istorrent er algjörlega staðfest og svo var bótaskyldan viðurkennd," segir Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdarstjóri Smáís, en Stef sigraði dómsmál varðandi höfundarvarið efni sem þeir höfðuðu gegn Svavari Lútherssyni sem hélt úti síðunni Istorrent, nú í morgun. Svavar sigraði fyrra dómsmálið sem Smáís höfðaði gegn honum en sú sigursæla var skammvinn, nú laut hann ósigri auk þess sem hann þarf að greiða milljón í málsskostnað fyrir Stef. Upphaf málsins má rekja til þess að Svavar hélt úti síðunni Istorrent. Þar gátu notendur skráð sig inn og dreift sín á milli allskyns kvikmyndum, þáttum, tónlist og fjölmörgu öðru. Að auki mátti finna höfundarvarið efni sem var dreift á milli notenda. Smáís höfðaði mál á hendur síðunnar og krafðist lögbanns í ljósi þess að finna mátti efni sem var höfundarvarið. „Áður fyrr var stöðugt verið að fara yfir formsatriði og eins og umboð erlendrar rétthafasamtaka og hvort þeir ættu rétt á að krefjast lögbanns," útskýrir Snæbjörn varðandi frávísu á fyrra málinu. Að sögn Snæbjörns er um gríðarlegan áfangasigur að ræða fyrir réttahafa höfundavarins efnis. Hann segir dóminn jafnframt skýr skilaboð til „kaffihúsa" lögfræðinga eins og hann kallar þá, engu máli skiptir þó menn haldi úti síðum eins og Istorrent í gegnum erlenda hýsla, menn eru engu að síður ábyrgir fyrir því sem þar gerist hér á landi. Aðspurður hvaða áhrif dómurin hefur á þá sem hala niður efni ólöglega svarar Snæbjörn því til að þeir geti einnig verið dregnir til ábyrgðar fyrir að dreifa höfundavörðu efni ólöglega. Finna má fleiri síður sem stuðla að dreifingu höfundavarins efnis. Spurður hvað taki nú við segir Snæbjörn: „Við erum langt því frá hættir." Dómurinn gerir þeim sem eiga efnið sem var dreif kleyft að höfða skaðabótamál á hendur þeirra sem að síðunni stóðu.
Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Sjá meira