Sigurður Einarsson gefur lítið fyrir ummæli Tony Shearer 3. febrúar 2009 15:47 „Ég gef lítið fyrir þau ummæli sem Tony Presley Shearer hefur viðhaft um Kaupþing meðal annars fyrir þingnefnd í Bretlandi," segir Sigurður Einarsson fyrrum forstjóri Kaupþings. „Þessi ummæli verður að skoða í því ljósi að fljótlega eftir yfirtöku Kaupþings á Singer & Friedlander tjáðum við honum að hann væri ekki í framtíðaráformum okkar". Eins og fram hefur komið í fréttum hér telur Shearer sem er fyrrverandi forstjóri Singer & Friedlander, banka Kaupþings í Bretlandi, að yfirmenn Kaupþings hafi alls ekki verið hæfir sökum reynsluleysis í alþjóðamálum og bankarekstri. Sigurður segir að frá fyrstu kynnum hafi Shearer tekið þeim mjög vel en eftir að honum var sagt upp breyttist afstaða hans gagnvart Kaupþingi á undurskömmum tíma, enda tók hann uppsögninni þunglega. „Við buðum honum þá að vera stjórnarformaður til skamms tíma á meðan yfirtakan færi í gegn, en hann afþakkaði það," segir Sigurður. „Mér þykir furðulegt að þessi maður sé að tjá sig með þeim hætti sem hann gerir, því undir hans stjórn hafði breska fjármálaeftirlitið gert alvarlegar athugasemdir við rekstur Singer & Friedlander og kom það í hlut stjórnenda Kaupþings að lagfæra þau mál. Fjármálaeftirlitið kannaði okkur mjög rækilega í tvígang án nokkurra teljandi athugasemda og hefur alfarið vísað á bug ávirðingum Tony Presley Shearer. Ég gef því satt að segja ekkert fyrir þessi ummæli hans." „Ég harma það annars að nota eigi nafn Kaupþings í þeim pólitíska tilgangi að koma höggi á breska fjármálaeftirlitið, en Kaupthing Singer & Friedlander var í mjög góðu ástandi allt þar til tilraun var gerð til að þjóðnýta Glitni banka vikuna fyrir fall bankans." „Þeir sem þekkja rekstur Kaupþings sjá á augabragði að ýmsar tölulegar upplýsingar um rekstur okkar sem Tony Presley Shearer hefur nefnt eru rangar og sumar reyndar algerlega út úr kú. Hlutfall gengishagnaðar í rekstri Kaupþings var um það bil þriðjungur af hagnaði fyrir það tímabil sem hann vísar til en ekki 90% eins og hann nefnir og svona gæti ég áfram haldið." Tengdar fréttir Breska Fjármálaeftirlitið var varað við yfirtöku Kaupþings á S&F Forstjóri Singer & Friedlander varaði Breska Fjármálaeftirlitið við því að heimila yfirtöku Kaupþings á bankanum árið 2005. Þetta kemur fram á vef Times Online í kvöld. 2. febrúar 2009 23:12 Kaupþingsstjórar höfðu enga alþjóðareynslu og litla bankareynslu Tony Shearer fyrrum forstjóri Singer & Friedlander, banka Kaupþings í Bretlandi, segir að bankastjórar Kaupþings á Íslandi hafi ekki haft neina alþjóðareynslu og litla bankareynslu þegar þeir festu kaup á Singer & Friedlander árið 2005. 3. febrúar 2009 09:11 Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kjartan Hansson ráðinn forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
„Ég gef lítið fyrir þau ummæli sem Tony Presley Shearer hefur viðhaft um Kaupþing meðal annars fyrir þingnefnd í Bretlandi," segir Sigurður Einarsson fyrrum forstjóri Kaupþings. „Þessi ummæli verður að skoða í því ljósi að fljótlega eftir yfirtöku Kaupþings á Singer & Friedlander tjáðum við honum að hann væri ekki í framtíðaráformum okkar". Eins og fram hefur komið í fréttum hér telur Shearer sem er fyrrverandi forstjóri Singer & Friedlander, banka Kaupþings í Bretlandi, að yfirmenn Kaupþings hafi alls ekki verið hæfir sökum reynsluleysis í alþjóðamálum og bankarekstri. Sigurður segir að frá fyrstu kynnum hafi Shearer tekið þeim mjög vel en eftir að honum var sagt upp breyttist afstaða hans gagnvart Kaupþingi á undurskömmum tíma, enda tók hann uppsögninni þunglega. „Við buðum honum þá að vera stjórnarformaður til skamms tíma á meðan yfirtakan færi í gegn, en hann afþakkaði það," segir Sigurður. „Mér þykir furðulegt að þessi maður sé að tjá sig með þeim hætti sem hann gerir, því undir hans stjórn hafði breska fjármálaeftirlitið gert alvarlegar athugasemdir við rekstur Singer & Friedlander og kom það í hlut stjórnenda Kaupþings að lagfæra þau mál. Fjármálaeftirlitið kannaði okkur mjög rækilega í tvígang án nokkurra teljandi athugasemda og hefur alfarið vísað á bug ávirðingum Tony Presley Shearer. Ég gef því satt að segja ekkert fyrir þessi ummæli hans." „Ég harma það annars að nota eigi nafn Kaupþings í þeim pólitíska tilgangi að koma höggi á breska fjármálaeftirlitið, en Kaupthing Singer & Friedlander var í mjög góðu ástandi allt þar til tilraun var gerð til að þjóðnýta Glitni banka vikuna fyrir fall bankans." „Þeir sem þekkja rekstur Kaupþings sjá á augabragði að ýmsar tölulegar upplýsingar um rekstur okkar sem Tony Presley Shearer hefur nefnt eru rangar og sumar reyndar algerlega út úr kú. Hlutfall gengishagnaðar í rekstri Kaupþings var um það bil þriðjungur af hagnaði fyrir það tímabil sem hann vísar til en ekki 90% eins og hann nefnir og svona gæti ég áfram haldið."
Tengdar fréttir Breska Fjármálaeftirlitið var varað við yfirtöku Kaupþings á S&F Forstjóri Singer & Friedlander varaði Breska Fjármálaeftirlitið við því að heimila yfirtöku Kaupþings á bankanum árið 2005. Þetta kemur fram á vef Times Online í kvöld. 2. febrúar 2009 23:12 Kaupþingsstjórar höfðu enga alþjóðareynslu og litla bankareynslu Tony Shearer fyrrum forstjóri Singer & Friedlander, banka Kaupþings í Bretlandi, segir að bankastjórar Kaupþings á Íslandi hafi ekki haft neina alþjóðareynslu og litla bankareynslu þegar þeir festu kaup á Singer & Friedlander árið 2005. 3. febrúar 2009 09:11 Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kjartan Hansson ráðinn forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Breska Fjármálaeftirlitið var varað við yfirtöku Kaupþings á S&F Forstjóri Singer & Friedlander varaði Breska Fjármálaeftirlitið við því að heimila yfirtöku Kaupþings á bankanum árið 2005. Þetta kemur fram á vef Times Online í kvöld. 2. febrúar 2009 23:12
Kaupþingsstjórar höfðu enga alþjóðareynslu og litla bankareynslu Tony Shearer fyrrum forstjóri Singer & Friedlander, banka Kaupþings í Bretlandi, segir að bankastjórar Kaupþings á Íslandi hafi ekki haft neina alþjóðareynslu og litla bankareynslu þegar þeir festu kaup á Singer & Friedlander árið 2005. 3. febrúar 2009 09:11