Innlent

Settu hækkunarmiða á vörur í Krónunni

Hér má sjá hækkunarmiða á kjötvörum í Krónunni í dag.
Hér má sjá hækkunarmiða á kjötvörum í Krónunni í dag.

Hópur sem kallar sig 12.7 lét til sín taka í verslunum Krónunnar í dag. Hópurinn segir að vöruverð í matvöruverslunum hafi hækkað mikið síðan bankarnir féllu og lágvöruverslunin Krónan hafi hækkað vöruverð hvað mest eða um 12,7%. Hópurinn fór í verslanir Krónunnar og setti límmiða með fyrrgreindri hækkun á vörur í versluninni. Í yfirlýsingu frá þeim nú í kvöld kemur fram að lögreglan hafi verið kölluð á vettvang.

„Nú hefur hópurinn 12.7 lokið verki sínu eftir að hafa verið rekin út úr verslunum Krónunnar. Einn meðlimur hópsins var tekinn inn á skrifstofu í versluninni upp á Höfða, þar sem hann var í haldi á meðan beðið var eftir lögreglu. Hópurinn valdi verslanir Krónunnar því þar hefur vöruverð hækkað hlutfallslega mest af öllum matvöruverslunum síðan bankarnir féllu. En að sjálfsögðu eru þetta skilaboð til allra verslana.

Hópurinn 12,7 mun fara aftur á stjá ef hann telur þess þörf, hvort sem það er gegn Krónunni, öðrum fyrirtækjum eða einstaklingum. Með því vill hópurinn veita fyrirtækjum aðhald og hvetur aðra til að gera hið sama. 12.7 skorar á einstaklinga, verslanir og byrgja um að hafa álagningu í algjöru lágmarki og huga frekar að hagsmunum almennings með því að draga úr gróðastarfsemi á meðan þjóðin vinnur sig upp úr ástandinu. Baráttukveðja 12.7"





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×