Innlent

Frjálslyndir hafna aðildarviðræðum í póstkönnun

Frá þingflokksfundi Frjálslynda flokksins.
Frá þingflokksfundi Frjálslynda flokksins.

Frjálslyndi flokkurinn vill ekki að Ísland leiti eftir aðild að Evrópusambandinu. Á miðstjórnarfundi flokksins sem hófst í morgun var kynnt niðurstaða úr skoðanakönnun sem gerð var meðal flokksmanna. 34,8% eru fylgjandi aðildarviðræðum en 51,6% flokksmanna eru á móti. Tæplega 10% eru óákveðnir.

Jón Magnússon, þingflokksformaður Frjálslynda flokksins, segir að svarhlutfall könnunarinnar hafi verið afskaplega lágt, eða rúmlega 14%. Samkvæmt könnuninni vilja 7% flokksmanna ekki aðildarviðræður en 5% eru hlynntir viðræðum.

,,Ég tel að það eigi að kanna kosti og galla aðildar að Evrópusambandinu. Ég vil ekki loka á það fyrirfram en ég hef vissar efasemdir," segir þingflokksformaðurinn.

,,Þetta er tölfræði og ákveðin vísbending en því miður tóku alltof fáir þátt," segir Jón og bætir við að skoðanakönnunin hafi átt að vera innlegg inn í málefnavinnu flokksins. Stefna flokksins í Evrópumálum verði tekin til ítarlegrar umræðu og mótuð á flokksþingi flokksins síðar í vor.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×