Farið verður yfir valdbeitingu lögreglu 22. janúar 2009 06:00 Ljósmyndari fær hér að kynnast úðanum, en hann var meðal mótmælenda sem var verið að ýta út af gangstíg í Alþingisgarðinum. Mótmælendur hafa spurt hvernig og við hvaða aðstæður megi réttlæta notkun slíkra tóla, en reglur um valdbeitingu lögreglu eru leyndarmál. Mynd/Jóhannes Gunnar Skúlason Lögreglustjóri segir að athugað verði hvort lögreglumenn hafi gengið of langt í valdbeitingu, en ljósmyndir virðast benda til þess. Lögreglumennirnir verði þá kærðir til ríkissaksóknara. Reglur um valdbeitingarheimildir eru ekki aðgengilegar almenningi.„Að sjálfsögðu fer lögreglan yfir atburði síðustu daga og finni hún dæmi um að lögreglumenn hafi farið yfir strikið, verður kæru eða ábendingu komið til ríkissaksóknara. Þetta segir Stefán Eiríksson lögreglustjóri.Séð inn gangstíginn Lögreglukonan virðir hér fyrir sér kvikmyndatökumann, sem fékk síðar úðann yfir sig. Henni virðist ekki standa ógn af honum. Mynd/Páll HilmarssonHann var spurður um ásakanir um harðræði lögreglu í mótmælunum og sérstaklega mál Páls Hilmarssonar ljósmyndara sem ætlar að kæra lögreglukonu sem mun hafa sprautað í andlit hans og fleiri manna, án þess að það hefði sýnilegan tilgang. „Ég þekki það ekki, en ég er alveg sannfærður um það að menn eiga fjölmargar myndir af því sem þarna gerist og það er eflaust hægt að setja það í slæmt ljós,“ segir Stefán. Aldrei líti huggulega út þegar lögregla neyðist til að beita valdi og það geri hún ekki nema nauðsynlegt sé. Um slíka valdbeitingu gildi skýrar reglur. Spurður um þessar reglur, það er hvenær og hvernig lögregla megi beita valdi, segir Stefán að þær séu ekki aðgengilegar almenningi. Talið sé nauðsynlegt vegna öryggis lögreglumanna að þær séu ekki á allra vitorði og úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi staðfest þá túlkun. Páll Hilmarsson hefur lýst því hvernig lögreglukona ein stóð í öruggri fjarlægð frá mótmælendum bak við grindverk. Hún hafi svo gengið að grindverkinu fyrirvaralaust og sprautað yfir fólkið. Þetta hafi verið gert þrisvar án viðvörunar. Fleiri mótmælendur hafa lýst óþyrmilegri valdbeitingu löggæslumanna, en aðrir í hópi þeirra benda á að lögreglan sé fámenn og ekki undir slík fjöldamótmæli búin. Tiltölulega fáir hafi særst og lögreglan því staðið sig vel miðað við aðstæður. klemens@frettabladid.is Gas Hér sést hvernig konan teygir sig út yfir grindverkið og úðar á þá sem fyrir neðan eru. Mynd/Páll Hilmarsson Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Sjá meira
Lögreglustjóri segir að athugað verði hvort lögreglumenn hafi gengið of langt í valdbeitingu, en ljósmyndir virðast benda til þess. Lögreglumennirnir verði þá kærðir til ríkissaksóknara. Reglur um valdbeitingarheimildir eru ekki aðgengilegar almenningi.„Að sjálfsögðu fer lögreglan yfir atburði síðustu daga og finni hún dæmi um að lögreglumenn hafi farið yfir strikið, verður kæru eða ábendingu komið til ríkissaksóknara. Þetta segir Stefán Eiríksson lögreglustjóri.Séð inn gangstíginn Lögreglukonan virðir hér fyrir sér kvikmyndatökumann, sem fékk síðar úðann yfir sig. Henni virðist ekki standa ógn af honum. Mynd/Páll HilmarssonHann var spurður um ásakanir um harðræði lögreglu í mótmælunum og sérstaklega mál Páls Hilmarssonar ljósmyndara sem ætlar að kæra lögreglukonu sem mun hafa sprautað í andlit hans og fleiri manna, án þess að það hefði sýnilegan tilgang. „Ég þekki það ekki, en ég er alveg sannfærður um það að menn eiga fjölmargar myndir af því sem þarna gerist og það er eflaust hægt að setja það í slæmt ljós,“ segir Stefán. Aldrei líti huggulega út þegar lögregla neyðist til að beita valdi og það geri hún ekki nema nauðsynlegt sé. Um slíka valdbeitingu gildi skýrar reglur. Spurður um þessar reglur, það er hvenær og hvernig lögregla megi beita valdi, segir Stefán að þær séu ekki aðgengilegar almenningi. Talið sé nauðsynlegt vegna öryggis lögreglumanna að þær séu ekki á allra vitorði og úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi staðfest þá túlkun. Páll Hilmarsson hefur lýst því hvernig lögreglukona ein stóð í öruggri fjarlægð frá mótmælendum bak við grindverk. Hún hafi svo gengið að grindverkinu fyrirvaralaust og sprautað yfir fólkið. Þetta hafi verið gert þrisvar án viðvörunar. Fleiri mótmælendur hafa lýst óþyrmilegri valdbeitingu löggæslumanna, en aðrir í hópi þeirra benda á að lögreglan sé fámenn og ekki undir slík fjöldamótmæli búin. Tiltölulega fáir hafi særst og lögreglan því staðið sig vel miðað við aðstæður. klemens@frettabladid.is Gas Hér sést hvernig konan teygir sig út yfir grindverkið og úðar á þá sem fyrir neðan eru. Mynd/Páll Hilmarsson
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Sjá meira