Innlent

Dóttir Helgu Völu enn í haldi

17 ára dóttir Helgu Völu Helgadóttur fjölmiðlakonu og laganema er enn í haldi lögreglu eftir að hún var handtekin í mótmælunum við alþingishúsið í dag. Þetta kom fram í viðtali í Kastljósinu í kvöld.

Stefán Eiríksson var einnig í viðtali í Kastljósi og sagði að þar einstaklingar eldri en fimmtán ára væru sakhæfir þó þeir væru ekki orðnir lögráða. Væri fólk undir lögaldri handtekið væri haft samband við barnaverndaryfirvöld og foreldra.

Helga sagði hinsvegar í viðtalinu að lögregla hefði ekkert samband haft við sig vegna dótturinnar. Þá sagðist hún þekkja fleiri foreldra barna sem hefðu verið handtekin í dag, og ekkert heyrt frá lögreglu. Ein kona hefði til að mynda frétt af handtöku barnsins síns í fjölmiðlum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×