Býður sig fram gegn Geir Haarde Breki Logason skrifar 13. janúar 2009 14:31 Snorri Ásmundsson Listamaðurinn Snorri Ásmundsson er búinn að taka ákvörðun um að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins á landsfundi í lok mánaðarins. Snorri segist ekki vera neitt sérstakur pólitíkus en telur sig geta tekið til hendinni. Hann finnur fyrir gríðarlegum stuðningi innan flokksins og segist hafa talað við stjórnmálafræðinga sem styðji við bakið á sér. „Já ég ætla í formannsframboð gegn Geir H. Haarde," segir Snorri í samtali við fréttastofu. „Það eru nokkrir dagar í mesta lagi vika síðan ég tók þessa ákvörðun, en hef fram að því verið að skoða þessi mál." Snorri er flokksbundinn sjálfstæðismaður og hefur verið lengi. „Ég finn fyrir miklum stuðningi og er eiginlega að drukkna úr hvatningu. Það eru margir sem vilja Geir í burtu, það getur ýmislegt gerst á svona tímum. Ég held að ég sé ekkert sérstakur pólitíkus en ég held að ég geti kannski gert eitthvað núna," segir Snorri. Eins og hvað? „Bara tekið til hendinni, ekki veitir af því." Snorri segist þegar byrjaður að vinna að framboðinu og hefur fengið ýmsa aðila til liðs við sig. Meðal annars stjórnmálafræðinga og fólk sem hefur áhuga að styðja við bakið á sér. Snorri er ekki óvanur framboðum sem þessum en hann er hvað þekktastur fyrir að hafa boðið sig fram til forseta lýðveldisins. „Ég bauð mig reyndar fyrst fram í borgarstjórnarkosningunum árið 2002. Þá vildi ég verða borgarstjórnarefni Sjálfstæðisflokksins en það voru svo margir sem þá tóku ekki mark á mér. Þá viku allir fyrir Birni Bjarnasyni nema ég og hætt var við leiðtogakjörið. Í kjölfarið stofnaði ég svo Vinstri-hægri-snú," segir Snorri. Sú saga gengur nú að Snorri hafi um tíma verið kominn inn í innsta hring í Sjálfstæðisflokknum og meðal annars verið með skrifstofu í Valhöll, höfuðvígi flokksins. „Þetta er skemmtileg saga, en ég hef ekki starfað opinberlega fyrir flokkinn," segir Snorri sem vill lítið ræða þessa sögu. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst þann 29.janúar. Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Fleiri fréttir Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Sjá meira
Listamaðurinn Snorri Ásmundsson er búinn að taka ákvörðun um að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins á landsfundi í lok mánaðarins. Snorri segist ekki vera neitt sérstakur pólitíkus en telur sig geta tekið til hendinni. Hann finnur fyrir gríðarlegum stuðningi innan flokksins og segist hafa talað við stjórnmálafræðinga sem styðji við bakið á sér. „Já ég ætla í formannsframboð gegn Geir H. Haarde," segir Snorri í samtali við fréttastofu. „Það eru nokkrir dagar í mesta lagi vika síðan ég tók þessa ákvörðun, en hef fram að því verið að skoða þessi mál." Snorri er flokksbundinn sjálfstæðismaður og hefur verið lengi. „Ég finn fyrir miklum stuðningi og er eiginlega að drukkna úr hvatningu. Það eru margir sem vilja Geir í burtu, það getur ýmislegt gerst á svona tímum. Ég held að ég sé ekkert sérstakur pólitíkus en ég held að ég geti kannski gert eitthvað núna," segir Snorri. Eins og hvað? „Bara tekið til hendinni, ekki veitir af því." Snorri segist þegar byrjaður að vinna að framboðinu og hefur fengið ýmsa aðila til liðs við sig. Meðal annars stjórnmálafræðinga og fólk sem hefur áhuga að styðja við bakið á sér. Snorri er ekki óvanur framboðum sem þessum en hann er hvað þekktastur fyrir að hafa boðið sig fram til forseta lýðveldisins. „Ég bauð mig reyndar fyrst fram í borgarstjórnarkosningunum árið 2002. Þá vildi ég verða borgarstjórnarefni Sjálfstæðisflokksins en það voru svo margir sem þá tóku ekki mark á mér. Þá viku allir fyrir Birni Bjarnasyni nema ég og hætt var við leiðtogakjörið. Í kjölfarið stofnaði ég svo Vinstri-hægri-snú," segir Snorri. Sú saga gengur nú að Snorri hafi um tíma verið kominn inn í innsta hring í Sjálfstæðisflokknum og meðal annars verið með skrifstofu í Valhöll, höfuðvígi flokksins. „Þetta er skemmtileg saga, en ég hef ekki starfað opinberlega fyrir flokkinn," segir Snorri sem vill lítið ræða þessa sögu. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst þann 29.janúar.
Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Fleiri fréttir Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Sjá meira