Ný stjórnarskrá – stjórnlagaþing Jón Kristjánsson skrifar 12. janúar 2009 06:00 Lýðveldisstjórnarskráin sem gekk í gildi á Þingvöllum árið 1944 hefur nú gilt í 62 ár. Að stofni til er stjórnarskráin 135 ára gömul í þessum mánuði. Hún hefur aldrei verið endurskoðuð í heild sinni, en nokkrar atrennur hafa verið gerðar, svo sem breytingar á kjördæmaskipan og endurskoðun á mannréttindakaflanum á tíunda áratugnum. Tilraunir sem gerðar voru til endurskoðunar á síðasta kjörtímabili báru ekki árangur. Stjórnarskrárnefndin náði saman um tillögu um að hægt væri að breyta stjórnarskránni án þess að efna til þingkosninga. Í stuttu máli sagt er það mín skoðun að nálægð við pólitísk hitamál í samfélaginu hafi gert það að verkum að ekki reyndist unnt að ná samkomulagi um frekari breytingar. Miklar þjóðfélagsbreytingar kalla vissulega á heildarendurskoðun á stjórnarskránni. Gjörbreytt samskipti við alþjóðasamfélagið, aukin krafa um íbúalýðræði og dreifingu valds og gegnsæi, gjörbreyttar aðstæður í samfélaginu. Allt kallar þetta á endurskoðun, og nægir að minna á umræðu dagsins um með hverjum hætti má framselja fullveldi eða ríkisvald. Innan Framsóknarflokksins hafa verið miklar umræður og málefnavinna varðandi stjórnarskrána og beint lýðræði. Starfshópur á vegum flokksins hefur unnið að stefnumótun í málinu nú um margra mánaða skeið og hyggst gefa flokksþingi skýrslu þar sem hugmyndir um endurskoðun stjórnarskrárinnar eru lagðar fyrir. Þjóðin sjálf marki nýja stjórnskipanÞað er eindregin skoðun starfshópsins að búa verði svo um hnútana að þjóðin sjálf sé stjórnarskrárgjafinn með raunverulegum hætti. Hingað til hafa breytingar á stjórnarskránni verið hnýttar við almennar kosningar um umræður um dægurmál í Alþingi. Það er meðal annars vegna þess að rjúfa þarf þing og efna til kosninga eftir að alþingismenn hafa rætt og samþykkt stjórnarskrárbreytingar. Þær hafa hingað til hafa verið undirbúnar af fámennum starfsnefndum og lagðar fyrir Alþingi sem frumvarp til stjórnskipunarlaga. Frumkvæði að breytingum hefur aðeins getað komið frá alþingismönnum þó að stjórnvöld fari með vald í umboði þjóðarinnar.Hugmyndir starfshópsins sem lagðar verða fyrir flokksþing Framsóknarmanna um næstu helgi eru þess efnis að kalla eftir þátttöku þjóðarinnar í þessari vinnu með stjórnarskrárbreytingu um að boðað verði til stjórnlagaþings og kosið til þess sérstaklega. Slíkt stjórnlagaþing yrði haldið í heyranda hljóði eins og Alþingi og það mætti hugsa sér að tillögur þess yrðu síðan lagðar fyrir dóm þjóðarinnar ef þær nytu nægilegs stuðnings. Þjóðin hefði síðan ætíð síðasta orðið í allsherjaratkvæðagreiðslu um tillögurnar. Sjálfstæði stjórnlagaþings mikilvægtMeð þessari skipan eru stjórnarskrárbreytingar fjarlægðar frá stjórnmálaátökum dagsins sem verka truflandi á þessa vinnu. Hugmyndin er að alþingismenn sitji ekki stjórnlagaþing til þess að þjóðin velkist ekki í vafa um þennan aðskilnað. Með því koma þjóðkjörnir fulltrúar á stjórnlagaþingi einir að málinu og ákveða nýtt upphaf að fenginni reynslu af því stjórnskipulagi sem hefur ríkt hér lítið breytt í rétt 105 ár frá heimastjórn 1904.Hugmyndir þessar tengjast ekki með beinum hætti því ástandi sem er nú í samfélaginu, en hafa orðið til við skoðun og umræðu nú um alllangan tíma. Hins vegar kalla aðstæður nú á endurmat og nýjar aðferðir og dreifingu valds og skýrar leikreglur. Í því umróti sem nú er ríkir mikið vantraust á stjórnvöldum og stjórnmálaöflum. Mörg brýn verkefni stjórnlagaþingsStjórnlagaþing mundi hafa mikil verkefni og nauðsyn ber til að það spegli sem flest sjónarmið í samfélaginu. Sem dæmi um verkefnin má nefna ákvæði um ríkisstjórn og Alþingi og tengsl þeirra aðila, forseta Íslands, dómstóla, auðlindir og umhverfi .Til viðbótar má svo nefna það ákvæði sem mikið hefur verið til umræðu nú þessa dagana sem er um framsal ríkisvalds eða fullveldis. Ennfremur eru sjónarmið um almenn mannréttindi ætíð breytingum háð. Þá er brýn þörf á að setja ákvæði um aukið valfrelsi kjósenda um fulltrúa á framboðslistum og framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu.Ég tel að Alþingi setji ekki á neinn hátt niður þótt efnt verði til stjórnlagaþings. Alþingi hefur næg verkefni í almennri löggjöf, og þörf er á að efla starf þess.Höfundur er fyrrverandi ráðherra og formaður stjórnarskrárnefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Sjá meira
Lýðveldisstjórnarskráin sem gekk í gildi á Þingvöllum árið 1944 hefur nú gilt í 62 ár. Að stofni til er stjórnarskráin 135 ára gömul í þessum mánuði. Hún hefur aldrei verið endurskoðuð í heild sinni, en nokkrar atrennur hafa verið gerðar, svo sem breytingar á kjördæmaskipan og endurskoðun á mannréttindakaflanum á tíunda áratugnum. Tilraunir sem gerðar voru til endurskoðunar á síðasta kjörtímabili báru ekki árangur. Stjórnarskrárnefndin náði saman um tillögu um að hægt væri að breyta stjórnarskránni án þess að efna til þingkosninga. Í stuttu máli sagt er það mín skoðun að nálægð við pólitísk hitamál í samfélaginu hafi gert það að verkum að ekki reyndist unnt að ná samkomulagi um frekari breytingar. Miklar þjóðfélagsbreytingar kalla vissulega á heildarendurskoðun á stjórnarskránni. Gjörbreytt samskipti við alþjóðasamfélagið, aukin krafa um íbúalýðræði og dreifingu valds og gegnsæi, gjörbreyttar aðstæður í samfélaginu. Allt kallar þetta á endurskoðun, og nægir að minna á umræðu dagsins um með hverjum hætti má framselja fullveldi eða ríkisvald. Innan Framsóknarflokksins hafa verið miklar umræður og málefnavinna varðandi stjórnarskrána og beint lýðræði. Starfshópur á vegum flokksins hefur unnið að stefnumótun í málinu nú um margra mánaða skeið og hyggst gefa flokksþingi skýrslu þar sem hugmyndir um endurskoðun stjórnarskrárinnar eru lagðar fyrir. Þjóðin sjálf marki nýja stjórnskipanÞað er eindregin skoðun starfshópsins að búa verði svo um hnútana að þjóðin sjálf sé stjórnarskrárgjafinn með raunverulegum hætti. Hingað til hafa breytingar á stjórnarskránni verið hnýttar við almennar kosningar um umræður um dægurmál í Alþingi. Það er meðal annars vegna þess að rjúfa þarf þing og efna til kosninga eftir að alþingismenn hafa rætt og samþykkt stjórnarskrárbreytingar. Þær hafa hingað til hafa verið undirbúnar af fámennum starfsnefndum og lagðar fyrir Alþingi sem frumvarp til stjórnskipunarlaga. Frumkvæði að breytingum hefur aðeins getað komið frá alþingismönnum þó að stjórnvöld fari með vald í umboði þjóðarinnar.Hugmyndir starfshópsins sem lagðar verða fyrir flokksþing Framsóknarmanna um næstu helgi eru þess efnis að kalla eftir þátttöku þjóðarinnar í þessari vinnu með stjórnarskrárbreytingu um að boðað verði til stjórnlagaþings og kosið til þess sérstaklega. Slíkt stjórnlagaþing yrði haldið í heyranda hljóði eins og Alþingi og það mætti hugsa sér að tillögur þess yrðu síðan lagðar fyrir dóm þjóðarinnar ef þær nytu nægilegs stuðnings. Þjóðin hefði síðan ætíð síðasta orðið í allsherjaratkvæðagreiðslu um tillögurnar. Sjálfstæði stjórnlagaþings mikilvægtMeð þessari skipan eru stjórnarskrárbreytingar fjarlægðar frá stjórnmálaátökum dagsins sem verka truflandi á þessa vinnu. Hugmyndin er að alþingismenn sitji ekki stjórnlagaþing til þess að þjóðin velkist ekki í vafa um þennan aðskilnað. Með því koma þjóðkjörnir fulltrúar á stjórnlagaþingi einir að málinu og ákveða nýtt upphaf að fenginni reynslu af því stjórnskipulagi sem hefur ríkt hér lítið breytt í rétt 105 ár frá heimastjórn 1904.Hugmyndir þessar tengjast ekki með beinum hætti því ástandi sem er nú í samfélaginu, en hafa orðið til við skoðun og umræðu nú um alllangan tíma. Hins vegar kalla aðstæður nú á endurmat og nýjar aðferðir og dreifingu valds og skýrar leikreglur. Í því umróti sem nú er ríkir mikið vantraust á stjórnvöldum og stjórnmálaöflum. Mörg brýn verkefni stjórnlagaþingsStjórnlagaþing mundi hafa mikil verkefni og nauðsyn ber til að það spegli sem flest sjónarmið í samfélaginu. Sem dæmi um verkefnin má nefna ákvæði um ríkisstjórn og Alþingi og tengsl þeirra aðila, forseta Íslands, dómstóla, auðlindir og umhverfi .Til viðbótar má svo nefna það ákvæði sem mikið hefur verið til umræðu nú þessa dagana sem er um framsal ríkisvalds eða fullveldis. Ennfremur eru sjónarmið um almenn mannréttindi ætíð breytingum háð. Þá er brýn þörf á að setja ákvæði um aukið valfrelsi kjósenda um fulltrúa á framboðslistum og framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu.Ég tel að Alþingi setji ekki á neinn hátt niður þótt efnt verði til stjórnlagaþings. Alþingi hefur næg verkefni í almennri löggjöf, og þörf er á að efla starf þess.Höfundur er fyrrverandi ráðherra og formaður stjórnarskrárnefndar.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar