Innlent

Flokkarnir fá hálfan milljarð króna

Styrkir til stjórnmálaflokkanna voru ekkert skornir niður í meðförum Alþingis. Flokkarnir fá rúmlega hálfan milljarð króna í styrki frá ríkinu á þessu ári, samkvæmt nýsamþykktum fjárlögum.



Ráðherrar standa þessa dagana í átökum við að framfylgja ákvörðunum Alþingis um sparnað hér og þar í ríkisgeiranum. Ríkisstyrkir til stjórnmálaflokkanna sjálfra sluppu hins vegar alveg undan niðurskurðarhnífnum. Styrkirnir byggja á þriggja ára gömlum lögum en samkvæmt þeim þarf flokkur að hafa fengið a.m.k. einn mann kjörinn á Alþingi eða hlotið a.m.k. 2,5% atkvæða í næstliðnum alþingiskosningum til að fá styrk. Fjárhæðinni úthlutað í hlutfalli við atkvæðamagn. Samkvæmt þessu ákvæði skipta flokkarnir á þessu ári 371 og hálfri milljón á milli sín.

Þessu til viðbótar fá þingflokkar 65 milljónir króna til ráðstöfunar beint frá Alþingi og 70 til 80 milljónir króna fara á árinu í launagreiðslur til aðstoðarmanna þingmanna og flokksformanna. Fjárstyrkir ríkissjóðs til stjórnmálaflokka hafa snarhækkað á undanförnum árum, úr 295 milljónum króna árið 2006 og upp í 510 milljónir króna. Hækkunin nemur 73 prósentum. Þetta eru ekki einu opinberu styrkirnir til flokkanna því sveitarfélögum hefur með lögum frá Alþingi verið gert skylt að styrkja stjórnmálasamtök.









Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×