Erlent

Endurbyggðu nær allt erfðamengi loðfíls

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Atriði úr kvikmyndinni Jurassic Park III. Risaeðlurnar verða ekki vaktar til lífsins en ekki er útilokað að hægt verði að gæða fjöldamargar aðrar útdauðar skepnur lífi.
Atriði úr kvikmyndinni Jurassic Park III. Risaeðlurnar verða ekki vaktar til lífsins en ekki er útilokað að hægt verði að gæða fjöldamargar aðrar útdauðar skepnur lífi.

Hugmyndin um að vekja löngu útdauðar skepnur til lífsins gekk í endurnýjun lífdaganna þegar vísindamönnum við Max Planck-mannfræðistofnunina í Þýskalandi tókst að endurbyggja nærri því allt erfðamengi loðfíls, eða mammúts, út frá 60.000 ára gömlum leifum slíks dýrs, sem fundust gaddfreðnar í Síberíu.

Einnig tókst þeim að fá gen úr tasmaníutígur til að lifa í líkama músar en tígurinn hefur verið útdauður síðan 1936. Engin von er þó til þess að risaeðlur líti dagsins ljós á ný þar sem erfðaefni lifir lengst í eina milljón ára.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×