Innlent

Hafa ekki skilað ársreikningum fyrir 2007

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa enn ekki skilað ársreikningum sínum fyrir árið 2007 til Ríkisendurskoðunar.

Lög um fjármál stjórnmálaflokka og frambjóðendur tóku gildi 1. janúar 2007. Þau fela í sér að stjórnmálaflokkum er skylt að skila ársreikningum sínum til ríkisendurskoðanda. Frestur til að skila inn reikningunum hefur þrívegis verið framlengdur, seinast til 1. október 2008. Birtar verða opinberlega samandregnar upplýsingar úr reikningunum.

Samkvæmt upplýsingum hjá Ríkisendurskoðun eru ársreikningar Framsóknarflokksins væntanlegir.

Íslandshreyfingin skilaði fyrstur flokka ársreikningum sínum til ríkisendurskoðanda í júlí á seinasta ári. Því næst skiluðu Samfylkingin og Vinstri grænir sínum reikninum og nú síðast barst Ríkisendurskoðun ársreikningar Frjálslynda flokksins.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×