Innlent

Barinn þræll er mikill maður

Frá Ráðhústorgi í dag.
Frá Ráðhústorgi í dag. MYND/Hugi Hlynsson

Björn Þorláksson fréttamaður hélt ræðu á Ráðhústorgi á Akureyri í dag. Þar komu um hundrað manns saman í vikulegum mótmælum. Þetta var þrettándi fundurinn sem þar er haldinn en eftir ræðu Björns tókst fólk í hendur, myndaði hring og hugleiddi frið og samkennd í tíu mínútur.

„Feitur þjónn er ekki mikill maður. Barinn þræll er mikill maður, þvi í hans brjósti á frelsið heima," sagði Björn meðal annars í ræðu sinni og vitnaði þar í orð Halldórs Laxness úr Íslandsklukkunni. Hann sagði þessi orð nú rifjast upp þegar þjóðin stæði á krossgötum og yrði að finna sér nýjar lífsreglur að styðjast við.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×