Lífið

Tvífarar: Annar er Óskar en hinn var tilnefndur

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Ætti ekki að veita þeim Óskarinn fyrir besta tvífarann í aðalhlutverki?
Ætti ekki að veita þeim Óskarinn fyrir besta tvífarann í aðalhlutverki? Samsett mynd/Vísir

Vísir heldur áfram óvæginni tvífaraleit sinni. Skemmst er að minnast þess er Gísli Marteinn Baldursson og hinn japanski Joseph Yam voru spyrtir saman og tvífarar dagsins í dag eru ekki síður líkir - jafnvel líkari.

Það eru engir aðrir en borgarráðsformaðurinn Óskar Bergsson og stórleikarinn Willem Dafoe sem ritstjórn Vísis ruglast gjörsamlega á að þessu sinni. Óskar er fæddur árið 1961 en Dafoe 1955. Það er því skammt á milli þeirra í árum talið.

Báðir lögðu þeir stund á háskólanám, Óskar í rekstrarfræði en Dafoe í leiklist og varla þarf að fara mörgum orðum um það að störf beggja fela í sér mikil almannatengsl og samskipti. Þá má ekki gleyma því að Willem Dafoe hefur í tvígang hlotið tilnefningu til hinna nafntoguðu Óskarsverðlauna en Óskar þarf ekki að tilnefna, hann er Óskar.

Að öðru leyti látum við myndirnar tala sínu máli.




Tengdar fréttir

Tvífarar: Bankastjórinn og borgarfulltrúinn

Borgarfulltrúinn og sjálfstæðismaðurinn Gísli Marteinn Baldursson á sér tvífara úr fjármálaheiminum. Joseph Yam seðlabankastjóri í Hong Kong er launahæsti seðlabankastjóri í heimi og er ekki ósvipaður borgarfulltrúanum sem nú stundar nám í Skotlandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×