Innlent

Stórtækur flugeldaþjófur í Hveragerði

MYND/Matthías Ásgeirsson
Skotglaður þjófur braust inn í geymslugám hjálparsveitar skáta í Hveragerði í nótt og hafði á brott með sér flugelda að andvirði 200 þúsund króna. Alls rogaðist þjófurinn út með níu stóra kassa, þar sem í voru meðal annars fjórar risatertur, fjórar Gunnlaugstertur, kassi af Thunderking sprengjum og tveir stórir kassar af stjörnuljósum.

Andri Mamgelsdorf formaður hjálparsveitarinnar segir sveitina ekki uppiskroppa með flugelda þrátt fyrir að þjófurinn hafi verið stórtækur. Málið sé þó leiðinlegt. „Þetta er svolítið högg í andlitið. Þetta er allt gert í sjálfboðavinnu og sú fjáröflun sem við treystum mest á."

Hann er nokkuð bjartsýnn á að það takist að hafa uppi á þjófinum. „Maður myndi nú halda að það stingi í stúf að sjá mann labba um með þrjúhundruð stjörnuljós eða fjóra Gunnlauga. Það er vonandi að einhver taki eftir þessu," segir Andri, sem hvetur þá sem hafa einhverjar upplýsingar um málið að hafa samband við lögregluna á Selfossi í síma 480 1010.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×