Spáir helmingslækkun á raunverði íbúða til ársins 2011 29. desember 2008 10:34 Greining Glitnis reiknar með að á þremur árum muni raunverð íbúða lækka um helming á landinu. Er þetta afleiðing fjármálakreppunnar. Þetta kemur fram í nýrri spá greiningarinnar um þróun íbúðaverðs. Á næsta ári, gerir greiningin ráð fyrir að íbúðaverð lækki um 15% að nafnvirði og um það bil 18% að raunvirði. Mikill þrýstingur verður þá til staðar til verðlækkunar sem leiðir til þess að nafnverð íbúða gefur eftir. Á þessu ári hefur íbúðarhúsnæði lækkað um tæplega 3% að nafnverði og um tæplega 20% að raunverði. Sú helmingslækkun sem greiningin sér fyrir sér á tímabili kreppunnar er því að stórum hluta komin fram nú þegar. Spá greiningarinnar nær yfir tímabilið frá því að íbúðaverð náði hámarki um síðustu áramót og fram til ársins 2011. Auk þeirra neikvæðu áhrifa sem minnkandi kaupmáttur, aukið atvinnuleysi, aukin svartsýni, lítið framboð af lánsfé og samdráttur í hagkerfinu hafa á íbúðamarkaðinn kemur það mikla framboð sem fyrir var á íbúðamarkaði til með að auka verulega á verðþrýsting niður á við. Verðtrygging húsnæðislána og umfang gengistryggðra lána hér á landi eykur enn á þennan verðþrýsting vegna snaraukinnar greiðslubyrðar þessara lána. Árið 2010 er spáð að íbúðaverð muni lækka um 10% að nafnvirði og 13% að raunvirði. Umhverfið verður enn erfitt íbúðamarkaðinum enda verður hagkerfið ennþá í heljargreipum kreppunnar. Greining býst við að íbúðamarkaðurinn byrji að taka við sér á nýjan leik árið 2011 enda verður stormurinn þá líklega genginn yfir að mestu leiti og skilyrði fyrir hagvöxt og stöðugleika ættu að hafa skapast á nýjan leik. Atvinnuleysi verður þá á undanhaldi, ráðstöfunartekjur byrja að aukast á nýjan leik og aðgengi að lánsfé tekið að batna. Eitt aðaleinkenna íbúðamarkaða í löndum sem lenda í fjármálakreppu er að samdrátturinn á íbúðamarkaði tekur mjög skjótt af. Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Greining Glitnis reiknar með að á þremur árum muni raunverð íbúða lækka um helming á landinu. Er þetta afleiðing fjármálakreppunnar. Þetta kemur fram í nýrri spá greiningarinnar um þróun íbúðaverðs. Á næsta ári, gerir greiningin ráð fyrir að íbúðaverð lækki um 15% að nafnvirði og um það bil 18% að raunvirði. Mikill þrýstingur verður þá til staðar til verðlækkunar sem leiðir til þess að nafnverð íbúða gefur eftir. Á þessu ári hefur íbúðarhúsnæði lækkað um tæplega 3% að nafnverði og um tæplega 20% að raunverði. Sú helmingslækkun sem greiningin sér fyrir sér á tímabili kreppunnar er því að stórum hluta komin fram nú þegar. Spá greiningarinnar nær yfir tímabilið frá því að íbúðaverð náði hámarki um síðustu áramót og fram til ársins 2011. Auk þeirra neikvæðu áhrifa sem minnkandi kaupmáttur, aukið atvinnuleysi, aukin svartsýni, lítið framboð af lánsfé og samdráttur í hagkerfinu hafa á íbúðamarkaðinn kemur það mikla framboð sem fyrir var á íbúðamarkaði til með að auka verulega á verðþrýsting niður á við. Verðtrygging húsnæðislána og umfang gengistryggðra lána hér á landi eykur enn á þennan verðþrýsting vegna snaraukinnar greiðslubyrðar þessara lána. Árið 2010 er spáð að íbúðaverð muni lækka um 10% að nafnvirði og 13% að raunvirði. Umhverfið verður enn erfitt íbúðamarkaðinum enda verður hagkerfið ennþá í heljargreipum kreppunnar. Greining býst við að íbúðamarkaðurinn byrji að taka við sér á nýjan leik árið 2011 enda verður stormurinn þá líklega genginn yfir að mestu leiti og skilyrði fyrir hagvöxt og stöðugleika ættu að hafa skapast á nýjan leik. Atvinnuleysi verður þá á undanhaldi, ráðstöfunartekjur byrja að aukast á nýjan leik og aðgengi að lánsfé tekið að batna. Eitt aðaleinkenna íbúðamarkaða í löndum sem lenda í fjármálakreppu er að samdrátturinn á íbúðamarkaði tekur mjög skjótt af.
Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira