Innlent

BSRB krefst kjarajöfnunar

Kjararáð samþykkti á fundi sínum í morgun að lækka laun þingmanna, ráðherra og forsætisráðherra. Næst á dagskrá er að lækka laun hátt launaðra opinberra starfsmanna. Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, segir að ekki komi til greina að lækka laun félagsmanna BSRB.

Samkvæmt ákvörðun kjararáðs frá því í morgun verða laun forsætisráðherra lækkuð um 15%. Laun ráðherra um 14% og laun þingmanna um 7.5%.

Laun þingmanna voru 562 þúsund krónur á mánuði en verða nú 520 þúsund á mánuði. Laun ráðherra voru 990 þúsund krónur á mánuði en verða nú 855 þúsund á mánuði. Laun forsætisráðherra voru 1100 þúsund krónur á mánuði en verða nú 935 þúsund krónur á mánuði.

Ákvörðun kjararáðs á rætur sínar að rekja til þess þegar Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir beindu þeim tilmælum til ráðsins að launin yrðu lækkuð. Kjararáð komst að þeirri niðurstöðu að það gæti ekki orðið við þessum tilmælum en Alþingi samþykkti þá breytingar á lögum til að það yrði hægt.

Þegar Geir og Ingibjörg báðu kjararáð um að lækka laun sín sagði Geir þetta:,,Við höfum líka hugsað okkur í framhaldi á þessu að hefja viðræður við hálaunahópa hjá ríkinu að taka á sig svipaðar launalækkanir."

Ögmundur kom af fjöllum þegar fréttastofa bara þetta undir hann í dag. Hann sagði að ríkið hefði ekki komið að málið við sín samtök til að ræða launalækkun opinberra starfsmanna. Hann sagði jafnframt að ekki kæmi til greina að lækka laun félagsmanna í BSRB nema að laun þeirra lægst launuðu verði hækkuð á móti. Krafa BSRB væri um kjarajöfnun en ekki launalækkun.












Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×