AGS segir virkjanir upphaf ofþenslunnar 20. desember 2008 09:00 Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir fjárfestingar í tengslum við áliðnað hafa hrundið ofþenslu í efnahagslífinu af stað. Kárahnjúkavirkjun var reist til að framleiða rafmagn fyrir álver á Reyðarfirði. fréttablaðið/gva Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) segir framkvæmdir tengdar áliðnaðinum vera upphafið að ofþenslu íslensks efnahagslífs. Þetta kemur fram í skýrslu sjóðsins um Ísland. Þar segir: „Hin langvinna þensla hagkerfisins, sem fjárfestingar í áliðnaði hrutu af stað og var viðhaldið með snaraukinni einkaneyslu, og greiður aðgangur að fjármagni ýtti undir, ól af sér ójafnvægi í þjóðarbúskap og gerði fjármálakerfið berskjaldað fyrir utanaðkomandi áhrifum.“ valgerður sverrisdóttir„Já, þarna segir að framkvæmdir tengdar álverum hafi komið ofþenslunni af stað, ýtt þessum bolta sem síðan rúllar af stað. Ég held þó að þeir telji fleiri þætti spila þar inn í. En jú, tímasetningarnar á framkvæmdum voru þannig að allt hjálpast að,“ segir Gunnar Haraldsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Valgerður Sverrisdóttir, fyrrum iðnaðarráðherra, telur þetta mikla einföldun. „Auðvitað er það þannig að hér voru mikil umsvif í sambandi við stóriðjuframkvæmdir. Samkvæmt áætlunum ríkisstjórnarinnar átti ekki að fara í framkvæmdir fyrir austan og vestan á sama tíma, eins og varð, en við það varð ekki ráðið.“ Það hafi einnig haft mikil áhrif þegar bankarnir komu inn á húsnæðismarkaðinn og jöklabréf upp á hundruð milljarða. „En ein af ástæðum þenslunnar er að sjálfsögðu sú mikla uppbygging sem átti sér stað. En hins vegar þá getum við sagt í dag að eins gott er að af þessum framkvæmdum, sem skapa verðmæti og þjóðinni gjaldeyri, hafi orðið.“ Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, segir umsögn AGS athyglisverða. „Þetta er það sem við vöruðum við á sínum tíma. Stórvirkjana- og stóriðjufjárfestingarnar voru frumorsakavaldur þenslunnar. Þær settu verðbólguskrúfuna af stað og leiddu af sér vaxtahækkun. Því miður er allt það versta sem varað var við að rætast, ekki síst þegar horft er til lækkandi álverðs og orkusölu. Öllu var veðjað á álið.“ kolbeinn@frettabladid.is steingrímur j. sigfússongunnar haraldsson Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) segir framkvæmdir tengdar áliðnaðinum vera upphafið að ofþenslu íslensks efnahagslífs. Þetta kemur fram í skýrslu sjóðsins um Ísland. Þar segir: „Hin langvinna þensla hagkerfisins, sem fjárfestingar í áliðnaði hrutu af stað og var viðhaldið með snaraukinni einkaneyslu, og greiður aðgangur að fjármagni ýtti undir, ól af sér ójafnvægi í þjóðarbúskap og gerði fjármálakerfið berskjaldað fyrir utanaðkomandi áhrifum.“ valgerður sverrisdóttir„Já, þarna segir að framkvæmdir tengdar álverum hafi komið ofþenslunni af stað, ýtt þessum bolta sem síðan rúllar af stað. Ég held þó að þeir telji fleiri þætti spila þar inn í. En jú, tímasetningarnar á framkvæmdum voru þannig að allt hjálpast að,“ segir Gunnar Haraldsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Valgerður Sverrisdóttir, fyrrum iðnaðarráðherra, telur þetta mikla einföldun. „Auðvitað er það þannig að hér voru mikil umsvif í sambandi við stóriðjuframkvæmdir. Samkvæmt áætlunum ríkisstjórnarinnar átti ekki að fara í framkvæmdir fyrir austan og vestan á sama tíma, eins og varð, en við það varð ekki ráðið.“ Það hafi einnig haft mikil áhrif þegar bankarnir komu inn á húsnæðismarkaðinn og jöklabréf upp á hundruð milljarða. „En ein af ástæðum þenslunnar er að sjálfsögðu sú mikla uppbygging sem átti sér stað. En hins vegar þá getum við sagt í dag að eins gott er að af þessum framkvæmdum, sem skapa verðmæti og þjóðinni gjaldeyri, hafi orðið.“ Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, segir umsögn AGS athyglisverða. „Þetta er það sem við vöruðum við á sínum tíma. Stórvirkjana- og stóriðjufjárfestingarnar voru frumorsakavaldur þenslunnar. Þær settu verðbólguskrúfuna af stað og leiddu af sér vaxtahækkun. Því miður er allt það versta sem varað var við að rætast, ekki síst þegar horft er til lækkandi álverðs og orkusölu. Öllu var veðjað á álið.“ kolbeinn@frettabladid.is steingrímur j. sigfússongunnar haraldsson
Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent