AGS segir virkjanir upphaf ofþenslunnar 20. desember 2008 09:00 Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir fjárfestingar í tengslum við áliðnað hafa hrundið ofþenslu í efnahagslífinu af stað. Kárahnjúkavirkjun var reist til að framleiða rafmagn fyrir álver á Reyðarfirði. fréttablaðið/gva Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) segir framkvæmdir tengdar áliðnaðinum vera upphafið að ofþenslu íslensks efnahagslífs. Þetta kemur fram í skýrslu sjóðsins um Ísland. Þar segir: „Hin langvinna þensla hagkerfisins, sem fjárfestingar í áliðnaði hrutu af stað og var viðhaldið með snaraukinni einkaneyslu, og greiður aðgangur að fjármagni ýtti undir, ól af sér ójafnvægi í þjóðarbúskap og gerði fjármálakerfið berskjaldað fyrir utanaðkomandi áhrifum.“ valgerður sverrisdóttir„Já, þarna segir að framkvæmdir tengdar álverum hafi komið ofþenslunni af stað, ýtt þessum bolta sem síðan rúllar af stað. Ég held þó að þeir telji fleiri þætti spila þar inn í. En jú, tímasetningarnar á framkvæmdum voru þannig að allt hjálpast að,“ segir Gunnar Haraldsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Valgerður Sverrisdóttir, fyrrum iðnaðarráðherra, telur þetta mikla einföldun. „Auðvitað er það þannig að hér voru mikil umsvif í sambandi við stóriðjuframkvæmdir. Samkvæmt áætlunum ríkisstjórnarinnar átti ekki að fara í framkvæmdir fyrir austan og vestan á sama tíma, eins og varð, en við það varð ekki ráðið.“ Það hafi einnig haft mikil áhrif þegar bankarnir komu inn á húsnæðismarkaðinn og jöklabréf upp á hundruð milljarða. „En ein af ástæðum þenslunnar er að sjálfsögðu sú mikla uppbygging sem átti sér stað. En hins vegar þá getum við sagt í dag að eins gott er að af þessum framkvæmdum, sem skapa verðmæti og þjóðinni gjaldeyri, hafi orðið.“ Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, segir umsögn AGS athyglisverða. „Þetta er það sem við vöruðum við á sínum tíma. Stórvirkjana- og stóriðjufjárfestingarnar voru frumorsakavaldur þenslunnar. Þær settu verðbólguskrúfuna af stað og leiddu af sér vaxtahækkun. Því miður er allt það versta sem varað var við að rætast, ekki síst þegar horft er til lækkandi álverðs og orkusölu. Öllu var veðjað á álið.“ kolbeinn@frettabladid.is steingrímur j. sigfússongunnar haraldsson Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) segir framkvæmdir tengdar áliðnaðinum vera upphafið að ofþenslu íslensks efnahagslífs. Þetta kemur fram í skýrslu sjóðsins um Ísland. Þar segir: „Hin langvinna þensla hagkerfisins, sem fjárfestingar í áliðnaði hrutu af stað og var viðhaldið með snaraukinni einkaneyslu, og greiður aðgangur að fjármagni ýtti undir, ól af sér ójafnvægi í þjóðarbúskap og gerði fjármálakerfið berskjaldað fyrir utanaðkomandi áhrifum.“ valgerður sverrisdóttir„Já, þarna segir að framkvæmdir tengdar álverum hafi komið ofþenslunni af stað, ýtt þessum bolta sem síðan rúllar af stað. Ég held þó að þeir telji fleiri þætti spila þar inn í. En jú, tímasetningarnar á framkvæmdum voru þannig að allt hjálpast að,“ segir Gunnar Haraldsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Valgerður Sverrisdóttir, fyrrum iðnaðarráðherra, telur þetta mikla einföldun. „Auðvitað er það þannig að hér voru mikil umsvif í sambandi við stóriðjuframkvæmdir. Samkvæmt áætlunum ríkisstjórnarinnar átti ekki að fara í framkvæmdir fyrir austan og vestan á sama tíma, eins og varð, en við það varð ekki ráðið.“ Það hafi einnig haft mikil áhrif þegar bankarnir komu inn á húsnæðismarkaðinn og jöklabréf upp á hundruð milljarða. „En ein af ástæðum þenslunnar er að sjálfsögðu sú mikla uppbygging sem átti sér stað. En hins vegar þá getum við sagt í dag að eins gott er að af þessum framkvæmdum, sem skapa verðmæti og þjóðinni gjaldeyri, hafi orðið.“ Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, segir umsögn AGS athyglisverða. „Þetta er það sem við vöruðum við á sínum tíma. Stórvirkjana- og stóriðjufjárfestingarnar voru frumorsakavaldur þenslunnar. Þær settu verðbólguskrúfuna af stað og leiddu af sér vaxtahækkun. Því miður er allt það versta sem varað var við að rætast, ekki síst þegar horft er til lækkandi álverðs og orkusölu. Öllu var veðjað á álið.“ kolbeinn@frettabladid.is steingrímur j. sigfússongunnar haraldsson
Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu