AGS segir virkjanir upphaf ofþenslunnar 20. desember 2008 09:00 Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir fjárfestingar í tengslum við áliðnað hafa hrundið ofþenslu í efnahagslífinu af stað. Kárahnjúkavirkjun var reist til að framleiða rafmagn fyrir álver á Reyðarfirði. fréttablaðið/gva Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) segir framkvæmdir tengdar áliðnaðinum vera upphafið að ofþenslu íslensks efnahagslífs. Þetta kemur fram í skýrslu sjóðsins um Ísland. Þar segir: „Hin langvinna þensla hagkerfisins, sem fjárfestingar í áliðnaði hrutu af stað og var viðhaldið með snaraukinni einkaneyslu, og greiður aðgangur að fjármagni ýtti undir, ól af sér ójafnvægi í þjóðarbúskap og gerði fjármálakerfið berskjaldað fyrir utanaðkomandi áhrifum.“ valgerður sverrisdóttir„Já, þarna segir að framkvæmdir tengdar álverum hafi komið ofþenslunni af stað, ýtt þessum bolta sem síðan rúllar af stað. Ég held þó að þeir telji fleiri þætti spila þar inn í. En jú, tímasetningarnar á framkvæmdum voru þannig að allt hjálpast að,“ segir Gunnar Haraldsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Valgerður Sverrisdóttir, fyrrum iðnaðarráðherra, telur þetta mikla einföldun. „Auðvitað er það þannig að hér voru mikil umsvif í sambandi við stóriðjuframkvæmdir. Samkvæmt áætlunum ríkisstjórnarinnar átti ekki að fara í framkvæmdir fyrir austan og vestan á sama tíma, eins og varð, en við það varð ekki ráðið.“ Það hafi einnig haft mikil áhrif þegar bankarnir komu inn á húsnæðismarkaðinn og jöklabréf upp á hundruð milljarða. „En ein af ástæðum þenslunnar er að sjálfsögðu sú mikla uppbygging sem átti sér stað. En hins vegar þá getum við sagt í dag að eins gott er að af þessum framkvæmdum, sem skapa verðmæti og þjóðinni gjaldeyri, hafi orðið.“ Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, segir umsögn AGS athyglisverða. „Þetta er það sem við vöruðum við á sínum tíma. Stórvirkjana- og stóriðjufjárfestingarnar voru frumorsakavaldur þenslunnar. Þær settu verðbólguskrúfuna af stað og leiddu af sér vaxtahækkun. Því miður er allt það versta sem varað var við að rætast, ekki síst þegar horft er til lækkandi álverðs og orkusölu. Öllu var veðjað á álið.“ kolbeinn@frettabladid.is steingrímur j. sigfússongunnar haraldsson Mest lesið Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) segir framkvæmdir tengdar áliðnaðinum vera upphafið að ofþenslu íslensks efnahagslífs. Þetta kemur fram í skýrslu sjóðsins um Ísland. Þar segir: „Hin langvinna þensla hagkerfisins, sem fjárfestingar í áliðnaði hrutu af stað og var viðhaldið með snaraukinni einkaneyslu, og greiður aðgangur að fjármagni ýtti undir, ól af sér ójafnvægi í þjóðarbúskap og gerði fjármálakerfið berskjaldað fyrir utanaðkomandi áhrifum.“ valgerður sverrisdóttir„Já, þarna segir að framkvæmdir tengdar álverum hafi komið ofþenslunni af stað, ýtt þessum bolta sem síðan rúllar af stað. Ég held þó að þeir telji fleiri þætti spila þar inn í. En jú, tímasetningarnar á framkvæmdum voru þannig að allt hjálpast að,“ segir Gunnar Haraldsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Valgerður Sverrisdóttir, fyrrum iðnaðarráðherra, telur þetta mikla einföldun. „Auðvitað er það þannig að hér voru mikil umsvif í sambandi við stóriðjuframkvæmdir. Samkvæmt áætlunum ríkisstjórnarinnar átti ekki að fara í framkvæmdir fyrir austan og vestan á sama tíma, eins og varð, en við það varð ekki ráðið.“ Það hafi einnig haft mikil áhrif þegar bankarnir komu inn á húsnæðismarkaðinn og jöklabréf upp á hundruð milljarða. „En ein af ástæðum þenslunnar er að sjálfsögðu sú mikla uppbygging sem átti sér stað. En hins vegar þá getum við sagt í dag að eins gott er að af þessum framkvæmdum, sem skapa verðmæti og þjóðinni gjaldeyri, hafi orðið.“ Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, segir umsögn AGS athyglisverða. „Þetta er það sem við vöruðum við á sínum tíma. Stórvirkjana- og stóriðjufjárfestingarnar voru frumorsakavaldur þenslunnar. Þær settu verðbólguskrúfuna af stað og leiddu af sér vaxtahækkun. Því miður er allt það versta sem varað var við að rætast, ekki síst þegar horft er til lækkandi álverðs og orkusölu. Öllu var veðjað á álið.“ kolbeinn@frettabladid.is steingrímur j. sigfússongunnar haraldsson
Mest lesið Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Sjá meira