Fréttaskýring: Það sem Björgvin vissi ekki Breki Logason skrifar 12. desember 2008 12:47 Björgvin G. Sigurðsson Björgvin G. Sigurðsson viðskipta- og bankamálaráðherra þjóðarinnar hefur á undanförnum tveimur mánuðum tekist á við alvarlegustu bankakrísu sem ríkt hefur hér á landi. Raddirnar um að hann víki sem ráðherra hafa hinsvegar heyrst úr ýmsum áttum en Björgvin segist þó ekki hafa gert nein mistök sem hægt sé að benda á, á sama tíma og aðrir tala um pólitíska ábyrgð. Frá því að ákvörðun var tekin um þjóðnýtingu Glitnis er ansi margt sem Björgvin hefur ekki vitað um. Vísir hefur tekið til það helsta.Vissi ekki um þjóðnýtingu GlitnisTilkynnt um yfirtökuna á GlitniMánudaginn 29.september var tilkynnt um kaup ríkisins á 75% hlut í Glitni. Björgvin hefur upplýst í fjölmiðlum að hann hafi ekki vitað um þessa ákvörðun fyrr en nánast búið var að ganga frá þessu. „Okkar aðkoma var lítil sem engin og það er líka óeðlilegt að Seðlabankinn skuli ekki hafa kallað þá ráðherra sem að þessu komu fyrr til fundar en ekki þegar nánast var gengið að þessu sem gjörðum hlut," sagði Björgvin í viðtali við Markaðinn á Stöð 2. Þar upplýsti hann einnig að hann hefði frétt af þessari ákvörðun síðdegis á sunnudeginum, þegar annar ráðherra og aðstoðarmaður sinn voru kallaðir á fund upp í Seðlabanka.Vissi ekki um uppsagnir bankastarfsmannaBjörgvin vissi ekki að segja ætti upp starfsmönnum Landsbankans.Viðskiptaráðherra og fjármálaráðherra hittu starfsmenn Landsbankans á frægum fundi þann 8.október. Þar var því lýst yfir að að enginn myndi missa vinnuna. Það sem Björgvin hinsvegar vissi ekki kom í ljós daginn eftir. Hundruð manna misstu vinnuna, aðallega fólk á verðbréfasviði. Hann hélt því einnig fram að fólk héldi sínum kjörum. Það sem hann hinsvegar vissi ekki var að endursemja átti við alla starfsmenn bankans upp á nýtt. Allir lækkuðu í launum.Og talandi um launamál. Þegar Finnur Sveinbjörnsson nýráðinn bankastjóri Kaupþings upplýsti í fréttum Stöðvar 2 að hann hefði 1950.000 krónur á mánuði brá Björgvini heldur betur í brún. „Það kom mér á óvart hvað laun bankastjóranna eru há, þó ég hafi ekki enn heyrt um laun bankastjóra Landsbanka og Glitnis. En fréttir af launum Kaupþingsbankastjórans benda til þess að þau séu hærri en búist var við," sagði Björgvin. Hann vissi ekki hvað bankastjórar nýju bankanna höfðu í laun.Vissi ekki af áhyggjum DavíðsDavíð Oddsson seðlabankastjóriSigurður Einarsson fyrrum stjórnarformaður Kaupþings hélt því fram í viðtali við Markaðinn að Björgvin hefði vitað af vanda Icesave í mars á þessu ári. Það var ekki rétt. Björgvin sagðist hafa vitað af málinu í blálokin á ágúst. „Fjármálaeftirlit landanna hafa greinilega verið í samskiptum og þau verða að útskýra það. Okkur voru engar slíkar upplýsingar kynntar fyrr en í lok ágúst," sagði Björgvin í samtali við Fréttastofu Útvarps.Davíð Oddsson seðlabankastjóri hélt fræga ræðu á morgunverðarfundi viðskiptaráðs 18.nóvember þar sem hann sagðist ítrekað hafa varað ríkisstjórnina við ástandinu. Síðar kom í ljós að Davíð sat fundi með einstaka ráðherrum Ríkisstjórnarinnar. Komið hefur í ljós að Árni Mathiesen sat þessa fundi og það gerði Jóhanna Sigurðardóttir líka. Það er ekki nema von að viðskiptaráðherra hafi ekki vitað af áhyggjum Davíðs því hann sat ekki þessa fundi. Hann hefur einnig upplýst að þeir Davíð hafi ekki hist í tæpt ár.Tæp vika leið frá því fyrsti hluti láns Alþjóðagjaldeyrissjóðsins barst til Seðlabankans þar til seðlabankastjóri upplýsti viðskiptaráðherra um greiðsluna. Jafnvel þótt það hafi verulega þýðingu fyrir viðskiptaráðuneytið leið dágóður tími þar til ráðherranum var kunnugt um gjörninginn.Vissu ekki að Björgvin vissiJón Þór Sturluson og Þorfinnur ÓmarssonFyrr í þessari viku var því haldið fram að Björgvin hafi ekki vitað að ráðgjafarfyrirtækið KPMG hafi verið fengið til þess að sinna verkefnum fyrir skilanefnd Glitnis í kjölfar bankahrunsins fyrr en seint og síðar meir.KPMG sem er endurskoðunarfyrirtæki Stoða, stærsta hluthafa Glitnis, rannsakaði bankann í tæpa tvo mánuði áður en fyrirtækið sagði sig frá verkinu. Jón Þór Sturluson aðstoðarmaður Björgvins sagði í samtali við Vísi að Björgvin hefði vitað að verið væri að vinna úttekt á ákveðnum atriðum í aðdraganda bankahrunsins. Aftur á móti hafði hann ekki vitneskju um hvaða endurskoðunarfyrirtæki var að vinna fyrir hvaða banka. Þessu hélt Þorfinnur Ómarsson upplýsingafulltrúi ráðuneytisins einnig fram.Björgvin steig síðan fram og sagðist að sjálfsögðu hafa vitað um rannsóknir endurskoðunarskrifstofanna á bönkunum. Hann hafi hinsvegar ekki vitað af hagsmunaáreksturm KPMG og stærsta hluthafa Glitnis. Hvort sem Björgvin vissi af þessu eða ekki þá er ljóst að nánustu samstarfsmenn Björgvins vissu ekki að hann vissi af þessu. Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Björgvin G. Sigurðsson viðskipta- og bankamálaráðherra þjóðarinnar hefur á undanförnum tveimur mánuðum tekist á við alvarlegustu bankakrísu sem ríkt hefur hér á landi. Raddirnar um að hann víki sem ráðherra hafa hinsvegar heyrst úr ýmsum áttum en Björgvin segist þó ekki hafa gert nein mistök sem hægt sé að benda á, á sama tíma og aðrir tala um pólitíska ábyrgð. Frá því að ákvörðun var tekin um þjóðnýtingu Glitnis er ansi margt sem Björgvin hefur ekki vitað um. Vísir hefur tekið til það helsta.Vissi ekki um þjóðnýtingu GlitnisTilkynnt um yfirtökuna á GlitniMánudaginn 29.september var tilkynnt um kaup ríkisins á 75% hlut í Glitni. Björgvin hefur upplýst í fjölmiðlum að hann hafi ekki vitað um þessa ákvörðun fyrr en nánast búið var að ganga frá þessu. „Okkar aðkoma var lítil sem engin og það er líka óeðlilegt að Seðlabankinn skuli ekki hafa kallað þá ráðherra sem að þessu komu fyrr til fundar en ekki þegar nánast var gengið að þessu sem gjörðum hlut," sagði Björgvin í viðtali við Markaðinn á Stöð 2. Þar upplýsti hann einnig að hann hefði frétt af þessari ákvörðun síðdegis á sunnudeginum, þegar annar ráðherra og aðstoðarmaður sinn voru kallaðir á fund upp í Seðlabanka.Vissi ekki um uppsagnir bankastarfsmannaBjörgvin vissi ekki að segja ætti upp starfsmönnum Landsbankans.Viðskiptaráðherra og fjármálaráðherra hittu starfsmenn Landsbankans á frægum fundi þann 8.október. Þar var því lýst yfir að að enginn myndi missa vinnuna. Það sem Björgvin hinsvegar vissi ekki kom í ljós daginn eftir. Hundruð manna misstu vinnuna, aðallega fólk á verðbréfasviði. Hann hélt því einnig fram að fólk héldi sínum kjörum. Það sem hann hinsvegar vissi ekki var að endursemja átti við alla starfsmenn bankans upp á nýtt. Allir lækkuðu í launum.Og talandi um launamál. Þegar Finnur Sveinbjörnsson nýráðinn bankastjóri Kaupþings upplýsti í fréttum Stöðvar 2 að hann hefði 1950.000 krónur á mánuði brá Björgvini heldur betur í brún. „Það kom mér á óvart hvað laun bankastjóranna eru há, þó ég hafi ekki enn heyrt um laun bankastjóra Landsbanka og Glitnis. En fréttir af launum Kaupþingsbankastjórans benda til þess að þau séu hærri en búist var við," sagði Björgvin. Hann vissi ekki hvað bankastjórar nýju bankanna höfðu í laun.Vissi ekki af áhyggjum DavíðsDavíð Oddsson seðlabankastjóriSigurður Einarsson fyrrum stjórnarformaður Kaupþings hélt því fram í viðtali við Markaðinn að Björgvin hefði vitað af vanda Icesave í mars á þessu ári. Það var ekki rétt. Björgvin sagðist hafa vitað af málinu í blálokin á ágúst. „Fjármálaeftirlit landanna hafa greinilega verið í samskiptum og þau verða að útskýra það. Okkur voru engar slíkar upplýsingar kynntar fyrr en í lok ágúst," sagði Björgvin í samtali við Fréttastofu Útvarps.Davíð Oddsson seðlabankastjóri hélt fræga ræðu á morgunverðarfundi viðskiptaráðs 18.nóvember þar sem hann sagðist ítrekað hafa varað ríkisstjórnina við ástandinu. Síðar kom í ljós að Davíð sat fundi með einstaka ráðherrum Ríkisstjórnarinnar. Komið hefur í ljós að Árni Mathiesen sat þessa fundi og það gerði Jóhanna Sigurðardóttir líka. Það er ekki nema von að viðskiptaráðherra hafi ekki vitað af áhyggjum Davíðs því hann sat ekki þessa fundi. Hann hefur einnig upplýst að þeir Davíð hafi ekki hist í tæpt ár.Tæp vika leið frá því fyrsti hluti láns Alþjóðagjaldeyrissjóðsins barst til Seðlabankans þar til seðlabankastjóri upplýsti viðskiptaráðherra um greiðsluna. Jafnvel þótt það hafi verulega þýðingu fyrir viðskiptaráðuneytið leið dágóður tími þar til ráðherranum var kunnugt um gjörninginn.Vissu ekki að Björgvin vissiJón Þór Sturluson og Þorfinnur ÓmarssonFyrr í þessari viku var því haldið fram að Björgvin hafi ekki vitað að ráðgjafarfyrirtækið KPMG hafi verið fengið til þess að sinna verkefnum fyrir skilanefnd Glitnis í kjölfar bankahrunsins fyrr en seint og síðar meir.KPMG sem er endurskoðunarfyrirtæki Stoða, stærsta hluthafa Glitnis, rannsakaði bankann í tæpa tvo mánuði áður en fyrirtækið sagði sig frá verkinu. Jón Þór Sturluson aðstoðarmaður Björgvins sagði í samtali við Vísi að Björgvin hefði vitað að verið væri að vinna úttekt á ákveðnum atriðum í aðdraganda bankahrunsins. Aftur á móti hafði hann ekki vitneskju um hvaða endurskoðunarfyrirtæki var að vinna fyrir hvaða banka. Þessu hélt Þorfinnur Ómarsson upplýsingafulltrúi ráðuneytisins einnig fram.Björgvin steig síðan fram og sagðist að sjálfsögðu hafa vitað um rannsóknir endurskoðunarskrifstofanna á bönkunum. Hann hafi hinsvegar ekki vitað af hagsmunaáreksturm KPMG og stærsta hluthafa Glitnis. Hvort sem Björgvin vissi af þessu eða ekki þá er ljóst að nánustu samstarfsmenn Björgvins vissu ekki að hann vissi af þessu.
Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira