Seðlabankinn afnemur hömlur á útflæði gjaldeyris 28. nóvember 2008 10:09 Tilmæli Seðlabanka Íslands frá því snemma í október um tímbundna temprun á útflæði gjaldeyris eru afturkölluð. Þau voru kynnt til sögunnar eftir að þrír bankar komust í þrot og mikla markaðsröskun sem því fylgdi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Þar segir að í kjölfar þessa hóf Seðlabankinn viðskipti með gjaldeyri úr gjaldeyrisforða sínum með daglegum uppboðum til að liðka fyrir gjaldeyrisviðskiptum sem gengu stirðlega, m.a. vegna þrenginga í greiðslumiðlun. Afnám tilmælanna þýðir að engar hömlur eru lengur á gjaldeyrisviðskiptum sem tengjast inn- og útflutningi vöru og þjónustu né vöxtum, verðbótum og afborgunum af lánum. Í síðustu viku staðfesti framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins lánssamning við íslensk stjórnvöld. Í honum felst m.a. að áfram verði hömlur á fjármagnsflutningum á milli Íslands og annarra landa. Þeim verður aflétt um leið og viðunandi stöðugleiki næst á gjaldeyrismarkaði. Alþingi hefur staðfest frumvarp viðskiptaráðherra um breytingu á lögum um gjaldeyrismál frá 1992. Í þeim er Seðlabankanum heimilað, að höfðu samþykki viðskiptaráðherra, að setja reglur um takmarkanir á fjármagnsflutningum á milli landa. Þessi heimild hefur nú verið nýtt og mun Seðlabankinn birta reglur um gjaldeyrismál á grundvelli laganna á heimasíðu sinni. Reglurnar verða endurskoðaðar fyrir 1. mars 2009. Tilgangurinn með reglunum er að takmarka um sinn útflæði gjaldeyris sem gæti haft neikvæð áhrif á endurreisn stöðugleika á gjaldeyrismarkaði. Í reglunum felst m.a. að þeim sem eignast erlendan gjaldeyri er skylt að skila honum til innlendra fjármálafyrirtækja þótt heimilt verði að leggja hann inn á innlánsreikning í erlendri mynt. Takmarkanir eru settar á fjármagnshreyfingar aðila sem hyggjast skipta íslenskum krónum í erlendan gjaldeyri. Ítrekað skal að engar hömlur eru lengur á gjaldeyrisviðskiptum sem tengjast inn- og útflutningi vöru og þjónustu. Hömlunum sem beitt er nú, á grundvelli nýsettra laga ná til gjaldeyrisviðskipta sem tengjast fjármagnsflutningum á milli Íslands og annarra landa. Þær eru nauðsynlegur hluti ráðstafana sem miða að því að koma á stöðugleika á gjaldeyrismarkaði. Þær verða afnumdar svo fljótt sem aðstæður leyfa. Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Fleiri fréttir Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Tilmæli Seðlabanka Íslands frá því snemma í október um tímbundna temprun á útflæði gjaldeyris eru afturkölluð. Þau voru kynnt til sögunnar eftir að þrír bankar komust í þrot og mikla markaðsröskun sem því fylgdi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Þar segir að í kjölfar þessa hóf Seðlabankinn viðskipti með gjaldeyri úr gjaldeyrisforða sínum með daglegum uppboðum til að liðka fyrir gjaldeyrisviðskiptum sem gengu stirðlega, m.a. vegna þrenginga í greiðslumiðlun. Afnám tilmælanna þýðir að engar hömlur eru lengur á gjaldeyrisviðskiptum sem tengjast inn- og útflutningi vöru og þjónustu né vöxtum, verðbótum og afborgunum af lánum. Í síðustu viku staðfesti framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins lánssamning við íslensk stjórnvöld. Í honum felst m.a. að áfram verði hömlur á fjármagnsflutningum á milli Íslands og annarra landa. Þeim verður aflétt um leið og viðunandi stöðugleiki næst á gjaldeyrismarkaði. Alþingi hefur staðfest frumvarp viðskiptaráðherra um breytingu á lögum um gjaldeyrismál frá 1992. Í þeim er Seðlabankanum heimilað, að höfðu samþykki viðskiptaráðherra, að setja reglur um takmarkanir á fjármagnsflutningum á milli landa. Þessi heimild hefur nú verið nýtt og mun Seðlabankinn birta reglur um gjaldeyrismál á grundvelli laganna á heimasíðu sinni. Reglurnar verða endurskoðaðar fyrir 1. mars 2009. Tilgangurinn með reglunum er að takmarka um sinn útflæði gjaldeyris sem gæti haft neikvæð áhrif á endurreisn stöðugleika á gjaldeyrismarkaði. Í reglunum felst m.a. að þeim sem eignast erlendan gjaldeyri er skylt að skila honum til innlendra fjármálafyrirtækja þótt heimilt verði að leggja hann inn á innlánsreikning í erlendri mynt. Takmarkanir eru settar á fjármagnshreyfingar aðila sem hyggjast skipta íslenskum krónum í erlendan gjaldeyri. Ítrekað skal að engar hömlur eru lengur á gjaldeyrisviðskiptum sem tengjast inn- og útflutningi vöru og þjónustu. Hömlunum sem beitt er nú, á grundvelli nýsettra laga ná til gjaldeyrisviðskipta sem tengjast fjármagnsflutningum á milli Íslands og annarra landa. Þær eru nauðsynlegur hluti ráðstafana sem miða að því að koma á stöðugleika á gjaldeyrismarkaði. Þær verða afnumdar svo fljótt sem aðstæður leyfa.
Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Fleiri fréttir Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent