Seðlabankinn afnemur hömlur á útflæði gjaldeyris 28. nóvember 2008 10:09 Tilmæli Seðlabanka Íslands frá því snemma í október um tímbundna temprun á útflæði gjaldeyris eru afturkölluð. Þau voru kynnt til sögunnar eftir að þrír bankar komust í þrot og mikla markaðsröskun sem því fylgdi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Þar segir að í kjölfar þessa hóf Seðlabankinn viðskipti með gjaldeyri úr gjaldeyrisforða sínum með daglegum uppboðum til að liðka fyrir gjaldeyrisviðskiptum sem gengu stirðlega, m.a. vegna þrenginga í greiðslumiðlun. Afnám tilmælanna þýðir að engar hömlur eru lengur á gjaldeyrisviðskiptum sem tengjast inn- og útflutningi vöru og þjónustu né vöxtum, verðbótum og afborgunum af lánum. Í síðustu viku staðfesti framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins lánssamning við íslensk stjórnvöld. Í honum felst m.a. að áfram verði hömlur á fjármagnsflutningum á milli Íslands og annarra landa. Þeim verður aflétt um leið og viðunandi stöðugleiki næst á gjaldeyrismarkaði. Alþingi hefur staðfest frumvarp viðskiptaráðherra um breytingu á lögum um gjaldeyrismál frá 1992. Í þeim er Seðlabankanum heimilað, að höfðu samþykki viðskiptaráðherra, að setja reglur um takmarkanir á fjármagnsflutningum á milli landa. Þessi heimild hefur nú verið nýtt og mun Seðlabankinn birta reglur um gjaldeyrismál á grundvelli laganna á heimasíðu sinni. Reglurnar verða endurskoðaðar fyrir 1. mars 2009. Tilgangurinn með reglunum er að takmarka um sinn útflæði gjaldeyris sem gæti haft neikvæð áhrif á endurreisn stöðugleika á gjaldeyrismarkaði. Í reglunum felst m.a. að þeim sem eignast erlendan gjaldeyri er skylt að skila honum til innlendra fjármálafyrirtækja þótt heimilt verði að leggja hann inn á innlánsreikning í erlendri mynt. Takmarkanir eru settar á fjármagnshreyfingar aðila sem hyggjast skipta íslenskum krónum í erlendan gjaldeyri. Ítrekað skal að engar hömlur eru lengur á gjaldeyrisviðskiptum sem tengjast inn- og útflutningi vöru og þjónustu. Hömlunum sem beitt er nú, á grundvelli nýsettra laga ná til gjaldeyrisviðskipta sem tengjast fjármagnsflutningum á milli Íslands og annarra landa. Þær eru nauðsynlegur hluti ráðstafana sem miða að því að koma á stöðugleika á gjaldeyrismarkaði. Þær verða afnumdar svo fljótt sem aðstæður leyfa. Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Tilmæli Seðlabanka Íslands frá því snemma í október um tímbundna temprun á útflæði gjaldeyris eru afturkölluð. Þau voru kynnt til sögunnar eftir að þrír bankar komust í þrot og mikla markaðsröskun sem því fylgdi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Þar segir að í kjölfar þessa hóf Seðlabankinn viðskipti með gjaldeyri úr gjaldeyrisforða sínum með daglegum uppboðum til að liðka fyrir gjaldeyrisviðskiptum sem gengu stirðlega, m.a. vegna þrenginga í greiðslumiðlun. Afnám tilmælanna þýðir að engar hömlur eru lengur á gjaldeyrisviðskiptum sem tengjast inn- og útflutningi vöru og þjónustu né vöxtum, verðbótum og afborgunum af lánum. Í síðustu viku staðfesti framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins lánssamning við íslensk stjórnvöld. Í honum felst m.a. að áfram verði hömlur á fjármagnsflutningum á milli Íslands og annarra landa. Þeim verður aflétt um leið og viðunandi stöðugleiki næst á gjaldeyrismarkaði. Alþingi hefur staðfest frumvarp viðskiptaráðherra um breytingu á lögum um gjaldeyrismál frá 1992. Í þeim er Seðlabankanum heimilað, að höfðu samþykki viðskiptaráðherra, að setja reglur um takmarkanir á fjármagnsflutningum á milli landa. Þessi heimild hefur nú verið nýtt og mun Seðlabankinn birta reglur um gjaldeyrismál á grundvelli laganna á heimasíðu sinni. Reglurnar verða endurskoðaðar fyrir 1. mars 2009. Tilgangurinn með reglunum er að takmarka um sinn útflæði gjaldeyris sem gæti haft neikvæð áhrif á endurreisn stöðugleika á gjaldeyrismarkaði. Í reglunum felst m.a. að þeim sem eignast erlendan gjaldeyri er skylt að skila honum til innlendra fjármálafyrirtækja þótt heimilt verði að leggja hann inn á innlánsreikning í erlendri mynt. Takmarkanir eru settar á fjármagnshreyfingar aðila sem hyggjast skipta íslenskum krónum í erlendan gjaldeyri. Ítrekað skal að engar hömlur eru lengur á gjaldeyrisviðskiptum sem tengjast inn- og útflutningi vöru og þjónustu. Hömlunum sem beitt er nú, á grundvelli nýsettra laga ná til gjaldeyrisviðskipta sem tengjast fjármagnsflutningum á milli Íslands og annarra landa. Þær eru nauðsynlegur hluti ráðstafana sem miða að því að koma á stöðugleika á gjaldeyrismarkaði. Þær verða afnumdar svo fljótt sem aðstæður leyfa.
Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira