Innlent

Hlutverk Samfylkingarinnar er að standa vörð um velferðarkerfið

Verkalýðsmálaráð Samfylkingarinnar er ánægt með félagsmálaráðherra.
Verkalýðsmálaráð Samfylkingarinnar er ánægt með félagsmálaráðherra.

Aldrei hefur verið mikilvægara en nú að verja það öfluga lífeyris- og réttindakerfi sem verkalýðshreyfingin hefur byggt upp á undanförnum áratugum, að mati verkalýðsmálaráðs Samfylkingarinnar.

Í ályktun ráðsins frá því í gær segir að grundvallarhlutverk Samfylkingarinnar séað standa þétta vörn um það velferðarkerfi sem byggt hefur verið upp hér á landi.

Ráðið lýsir ánægju með störf Jóhönnu Sigurðardóttur, félagsmálaráðherra, og skorar á þingflokk Samfylkingarinnar að leggja allt sitt af mörkum til þess að verja lífskjör almennings og tryggja öflugt og fjölbreytt atvinnulíf.

,,Það er forsenda þess að þjóðin standi af sér þau áföll sem dunið hafa yfir og hér verði byggt upp samfélag jafnaðar og réttlætis," segir í ályktun ráðsins.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×