Landsmenn skulda að meðaltali 4,5 milljón vegna bankahrunsins 17. nóvember 2008 18:47 Íslendingar verða ein skuldsettasta þjóð veraldar í vikulok gangi stjórnvöldum allt að óskum. Upphæð lánanna sem sóst er eftir hljóðar upp á ríflega 1.400 milljarða króna. Það þýðir að vegna bankahrunsins tekur hver Íslendingur á sig fjórar og hálfa milljón í skuld. Nú er ljóst að íslenska þjóðin mun greiða þær upphæðir sem lágu inn á Icesave reikningum Landsbankans í Bretlandi og Hollandi, að hámarki um 20 þúsund evrur á hvern reikning. Upphæðin sem nefnd hefur verið í því sambandi eru um 600 milljarðar króna. Við eigum ekki fyrir þeim skuldum og því verður næsta skref að reyna að komast að samkomulagi við Breta og Hollendinga, jafnvel fá þá til að lána Íslendingum fyrir þeim. Algerlega virðist á huldu hvort eða hversu skammt eignir Landsbankans hrökkva upp í þessa upphæð og skiptir í dag ekki öllu máli. Það mun taka fleiri ár að koma eignunum í verð og lán verður tekið fyrir Icesave milljörðunum. Það að íslensk stjórnvöld hafa nú viðurkennt að þjóðinni beri að standa við Icesave skuldbindingar gerir það að verkum að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn mun að öllum líkindum taka umsókn Íslands um 2,1 milljarða dollara lán fyrir í vikunni. Það gera um 280 milljarða króna. En það þarf meira. Vonast er eftir um 4 milljörðum dollara frá Norðulöndunum og Evrópusambandinu. Þessi lánapakki hljóðar upp á 800 milljarða íslenskra króna. Lán vegna Icesave skuldbindinga er metið á 600 milljarða íslenkra króna. Þetta eru um 1.400 milljarðar króna. Það þýðir á mannamáli að hver Íslendingur, kornabörn og ellilífeyrisþegar meðtaldir, tekur á sig fjóra og hálfa milljón, í skuld, vegna bankahrunsins. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira
Íslendingar verða ein skuldsettasta þjóð veraldar í vikulok gangi stjórnvöldum allt að óskum. Upphæð lánanna sem sóst er eftir hljóðar upp á ríflega 1.400 milljarða króna. Það þýðir að vegna bankahrunsins tekur hver Íslendingur á sig fjórar og hálfa milljón í skuld. Nú er ljóst að íslenska þjóðin mun greiða þær upphæðir sem lágu inn á Icesave reikningum Landsbankans í Bretlandi og Hollandi, að hámarki um 20 þúsund evrur á hvern reikning. Upphæðin sem nefnd hefur verið í því sambandi eru um 600 milljarðar króna. Við eigum ekki fyrir þeim skuldum og því verður næsta skref að reyna að komast að samkomulagi við Breta og Hollendinga, jafnvel fá þá til að lána Íslendingum fyrir þeim. Algerlega virðist á huldu hvort eða hversu skammt eignir Landsbankans hrökkva upp í þessa upphæð og skiptir í dag ekki öllu máli. Það mun taka fleiri ár að koma eignunum í verð og lán verður tekið fyrir Icesave milljörðunum. Það að íslensk stjórnvöld hafa nú viðurkennt að þjóðinni beri að standa við Icesave skuldbindingar gerir það að verkum að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn mun að öllum líkindum taka umsókn Íslands um 2,1 milljarða dollara lán fyrir í vikunni. Það gera um 280 milljarða króna. En það þarf meira. Vonast er eftir um 4 milljörðum dollara frá Norðulöndunum og Evrópusambandinu. Þessi lánapakki hljóðar upp á 800 milljarða íslenskra króna. Lán vegna Icesave skuldbindinga er metið á 600 milljarða íslenkra króna. Þetta eru um 1.400 milljarðar króna. Það þýðir á mannamáli að hver Íslendingur, kornabörn og ellilífeyrisþegar meðtaldir, tekur á sig fjóra og hálfa milljón, í skuld, vegna bankahrunsins.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira