Landsmenn skulda að meðaltali 4,5 milljón vegna bankahrunsins 17. nóvember 2008 18:47 Íslendingar verða ein skuldsettasta þjóð veraldar í vikulok gangi stjórnvöldum allt að óskum. Upphæð lánanna sem sóst er eftir hljóðar upp á ríflega 1.400 milljarða króna. Það þýðir að vegna bankahrunsins tekur hver Íslendingur á sig fjórar og hálfa milljón í skuld. Nú er ljóst að íslenska þjóðin mun greiða þær upphæðir sem lágu inn á Icesave reikningum Landsbankans í Bretlandi og Hollandi, að hámarki um 20 þúsund evrur á hvern reikning. Upphæðin sem nefnd hefur verið í því sambandi eru um 600 milljarðar króna. Við eigum ekki fyrir þeim skuldum og því verður næsta skref að reyna að komast að samkomulagi við Breta og Hollendinga, jafnvel fá þá til að lána Íslendingum fyrir þeim. Algerlega virðist á huldu hvort eða hversu skammt eignir Landsbankans hrökkva upp í þessa upphæð og skiptir í dag ekki öllu máli. Það mun taka fleiri ár að koma eignunum í verð og lán verður tekið fyrir Icesave milljörðunum. Það að íslensk stjórnvöld hafa nú viðurkennt að þjóðinni beri að standa við Icesave skuldbindingar gerir það að verkum að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn mun að öllum líkindum taka umsókn Íslands um 2,1 milljarða dollara lán fyrir í vikunni. Það gera um 280 milljarða króna. En það þarf meira. Vonast er eftir um 4 milljörðum dollara frá Norðulöndunum og Evrópusambandinu. Þessi lánapakki hljóðar upp á 800 milljarða íslenskra króna. Lán vegna Icesave skuldbindinga er metið á 600 milljarða íslenkra króna. Þetta eru um 1.400 milljarðar króna. Það þýðir á mannamáli að hver Íslendingur, kornabörn og ellilífeyrisþegar meðtaldir, tekur á sig fjóra og hálfa milljón, í skuld, vegna bankahrunsins. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Sjá meira
Íslendingar verða ein skuldsettasta þjóð veraldar í vikulok gangi stjórnvöldum allt að óskum. Upphæð lánanna sem sóst er eftir hljóðar upp á ríflega 1.400 milljarða króna. Það þýðir að vegna bankahrunsins tekur hver Íslendingur á sig fjórar og hálfa milljón í skuld. Nú er ljóst að íslenska þjóðin mun greiða þær upphæðir sem lágu inn á Icesave reikningum Landsbankans í Bretlandi og Hollandi, að hámarki um 20 þúsund evrur á hvern reikning. Upphæðin sem nefnd hefur verið í því sambandi eru um 600 milljarðar króna. Við eigum ekki fyrir þeim skuldum og því verður næsta skref að reyna að komast að samkomulagi við Breta og Hollendinga, jafnvel fá þá til að lána Íslendingum fyrir þeim. Algerlega virðist á huldu hvort eða hversu skammt eignir Landsbankans hrökkva upp í þessa upphæð og skiptir í dag ekki öllu máli. Það mun taka fleiri ár að koma eignunum í verð og lán verður tekið fyrir Icesave milljörðunum. Það að íslensk stjórnvöld hafa nú viðurkennt að þjóðinni beri að standa við Icesave skuldbindingar gerir það að verkum að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn mun að öllum líkindum taka umsókn Íslands um 2,1 milljarða dollara lán fyrir í vikunni. Það gera um 280 milljarða króna. En það þarf meira. Vonast er eftir um 4 milljörðum dollara frá Norðulöndunum og Evrópusambandinu. Þessi lánapakki hljóðar upp á 800 milljarða íslenskra króna. Lán vegna Icesave skuldbindinga er metið á 600 milljarða íslenkra króna. Þetta eru um 1.400 milljarðar króna. Það þýðir á mannamáli að hver Íslendingur, kornabörn og ellilífeyrisþegar meðtaldir, tekur á sig fjóra og hálfa milljón, í skuld, vegna bankahrunsins.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Sjá meira