Innlent

Segir hóp á vegum Valgerðar hafa gert aðför að Guðna

Bjarni Harðarson
Bjarni Harðarson

Bjarni Harðarson fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins segir afsögn formannsins vera afar slæm tíðindi fyrir flokkinn. Guðni Ágústsson sagði af sér þingmennsku í dag og lét einnig af störfum sem formaður flokksins. Bjarni vissi af ákvörðun Guðna fyrir um hálfum sólarhring og segist styðja hann heilshugar rétt eins og Guðni gerði í síðustu viku, þegar Bjarni sagði af sér þingmennsku.

Aðspurður um ástæður þess að Guðni lætur af störfum segir Bjarni það snúa að þeim ófriði sem hefur ríkt innan flokksins.

„Það má rekja þetta allt til þess að það hefur verið mjög sérstakt andrúmsloft innan flokksins. Hópur á vegum varaformannsins hefur ítrekað skipulagt aðför að formanninum og gert allt starf ómögulegt," segir Bjarni sem vill ekki fara nánar út í ástæðurnar sem liggja að baki ákvörðun Guðna.

Bjarni hefur átt í útistöðum við Valgerði Sverrisdóttur, varformann flokksins, varðandi stefnu flokksins gagnvart ESB.

Bjarni neitar því að hann ætli að segja sig úr flokknum þar sem Valgerður sé nú orðin formaður.

„Við vitum hver skoðun hennar er á því, en stefna flokksins hefur ekkert breyst."









Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×