Um 400 milljóna króna styrkur til rannsókna í kerfislíffræði 10. nóvember 2008 13:16 Dr. Bernhard Örn Pálsson, gestaprófessor við Háskóla Íslands og prófessor í lífverkfræði við University of California, San Diego hefur hlotið 2,4 milljóna evra styrk frá Evrópska rannsóknarráðinu til rannsókna í kerfislíffræði. Frá þessu var greint í Háskóla Íslands í hádeginu. Styrkurinn, sem nemur um 400 milljónum íslenskra króna, rennur alfarið til skólans. Þetta er stærsti rannsóknarstyrkur sem Háskólanum hefur hlotnast og verður hann nýttur til þess að koma á fót rannsóknasetri í kerfislíffræði. Bernhard, sem er einn helsti frumkvöðull á þessu sviði í heiminum, mun veita setrinu forstöðu. „Markmið Evrópska rannsóknarráðsins er að styðja við brautryðjandi rannsóknir færustu vísindamanna heims, sem fara ótroðnar slóðir í rannsóknum sínum. Aðeins 10% umsókna eru styrktar af ráðinu. Það er því mikill heiður og viðurkenning fyrir Bernhard og Háskóla Íslands að ERC hafi ákveðið að styrkja rannsóknarverkefni hans við Háskólann. Bernhard hefur verið leiðandi á sínu sviði í aldarfjórðung og marka rannsóknir hans í kerfislíffræði upphaf nýrra tíma á sviði lífvísinda," segir í tilkynningu Háskólans. Kerfilíffræði er nýtt og hratt vaxandi fræðasvið sem felur í sér kerfisbundnar rannsóknir á flóknum líffræðilegum ferlum, oftast með því að tengja saman ólíkar upplýsingar með notkun stærðfræðilíkana. „Í verkefninu sem hlýtur styrk ERC er ætlunin að nota upplýsingar um genamengi lífvera til að byggja net sem lýsir öllum efnaskiptum fruma í mannslíkamanum. Þetta hefur þegar verið gert fyrir örverur, einkum bakteríur, og hefur aukið skilning á efnaskiptum þessara lífvera og bætt við nýjum og verðmætum upplýsingum. Hér er ætlunin að gera þetta fyrir mannafrumur en þær eru mun flóknari að allri gerð og hafa miklu fleiri gen og efnaskiptaferla en örverur. Líklegt er að slíkar rannsóknir muni hafa mikil áhrif á skilning og þekkingu á sjúkdómsferlum í manninum," segir einnig í tilkynningunni. Ætlunin er að nota aðferðir kerfislíffræðinnar við að greina efnaskiptaferla mannsins. Verkefnið er þríþætt, í fyrsta lagi að byggja efnaskiptanet, í öðru lagi að byggja reiknilíkön af efnaskiptaferlunum og í þriðja lagi að nýta líkönin og greiningu genamengja til að finna lyf til að stýra efnaferlum fruma úr mönnum. Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ Sjá meira
Dr. Bernhard Örn Pálsson, gestaprófessor við Háskóla Íslands og prófessor í lífverkfræði við University of California, San Diego hefur hlotið 2,4 milljóna evra styrk frá Evrópska rannsóknarráðinu til rannsókna í kerfislíffræði. Frá þessu var greint í Háskóla Íslands í hádeginu. Styrkurinn, sem nemur um 400 milljónum íslenskra króna, rennur alfarið til skólans. Þetta er stærsti rannsóknarstyrkur sem Háskólanum hefur hlotnast og verður hann nýttur til þess að koma á fót rannsóknasetri í kerfislíffræði. Bernhard, sem er einn helsti frumkvöðull á þessu sviði í heiminum, mun veita setrinu forstöðu. „Markmið Evrópska rannsóknarráðsins er að styðja við brautryðjandi rannsóknir færustu vísindamanna heims, sem fara ótroðnar slóðir í rannsóknum sínum. Aðeins 10% umsókna eru styrktar af ráðinu. Það er því mikill heiður og viðurkenning fyrir Bernhard og Háskóla Íslands að ERC hafi ákveðið að styrkja rannsóknarverkefni hans við Háskólann. Bernhard hefur verið leiðandi á sínu sviði í aldarfjórðung og marka rannsóknir hans í kerfislíffræði upphaf nýrra tíma á sviði lífvísinda," segir í tilkynningu Háskólans. Kerfilíffræði er nýtt og hratt vaxandi fræðasvið sem felur í sér kerfisbundnar rannsóknir á flóknum líffræðilegum ferlum, oftast með því að tengja saman ólíkar upplýsingar með notkun stærðfræðilíkana. „Í verkefninu sem hlýtur styrk ERC er ætlunin að nota upplýsingar um genamengi lífvera til að byggja net sem lýsir öllum efnaskiptum fruma í mannslíkamanum. Þetta hefur þegar verið gert fyrir örverur, einkum bakteríur, og hefur aukið skilning á efnaskiptum þessara lífvera og bætt við nýjum og verðmætum upplýsingum. Hér er ætlunin að gera þetta fyrir mannafrumur en þær eru mun flóknari að allri gerð og hafa miklu fleiri gen og efnaskiptaferla en örverur. Líklegt er að slíkar rannsóknir muni hafa mikil áhrif á skilning og þekkingu á sjúkdómsferlum í manninum," segir einnig í tilkynningunni. Ætlunin er að nota aðferðir kerfislíffræðinnar við að greina efnaskiptaferla mannsins. Verkefnið er þríþætt, í fyrsta lagi að byggja efnaskiptanet, í öðru lagi að byggja reiknilíkön af efnaskiptaferlunum og í þriðja lagi að nýta líkönin og greiningu genamengja til að finna lyf til að stýra efnaferlum fruma úr mönnum.
Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ Sjá meira