Innlent

Sullenberger sendir frá sér Sterling-myndbönd

Jón Gerald Sullenberger.
Jón Gerald Sullenberger.

Jón Gerald Sullenberger sendir fjölmiðlum tvö ný myndbönd um Sterling. Í skeyti sem fylgir með myndböndunum talar Jón Gerald um Sterling bullið sem hann segir mesta „kjaftæðis-bull íslenskrar viðskiptasögu".

„Árni Johnsen fékk áralangt fangelsi fyrir 5 milljóna þjófnað. Landssímastrákarnir fengu áralangt fangelsi fyrir 250 milljóna þjófnað. Baugsmenn, FL Group og Pálmi Haraldsson í Fons taka þúsundir og aftur þúsundir milljóna króna af hluthöfum almenningshlutafélaga fram og tilbaka án heimildar forstjóra eða stjórnar sem í sitja fulltrúar hluthafa og þeir eru kosnir viðskiptamenn ársins á Íslandi," segir Jón Gerald.

Hann endar síðan á því að gera orð forsætisráðherra úr ávarpi til íslensku þjóðarinnar að sínum.

"Guð blessi ísland" !

Hér að neðan má sjá myndböndin tvö sem um ræðir:

Sterling 1

Sterling 2





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×