Þorgerður útilokar ekki að RÚV fari af auglýsingamarkaði Jón Hákon Halldórsson skrifar 31. október 2008 16:52 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra. „Ég má ekki til þess hugsa ef það yrði bara einn miðill sem yrði ríkismiðill," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra. Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra um að skipa þriggja manna starfshóp til að fjalla um þá stöðu sem íslenskir fjölmiðlar eru komnir í. Allir eru þeir mjög skuldsettir og hafa Árvakur, 365 og Skjárinn öll sagt upp starfsfólki í dag og í gær. Þorgerður bendir á að hún hafi ákveðið að leggja fram fjölmiðlafrumvarp á grunni Evróputilskipanna sem fyrst og fremst byggði á réttindi neytenda. Hún hefði svo ákveðið síðar í vetur að skoða þyrfti stöðu RÚV á auglýsingamarkaði og að hún bíði eftir niðurstöðu Samkeppnisstofnunar vegna þess máls. Þorgerður segir að sér hugnist það ekki að taka RÚV af auglýsingamarkaði. Hins vegar vilji hún, í ljósi þeirra breytinga sem séu að verða á efnahagsástandinu, ekki útiloka neina möguleika. Aðalmálið sé að menn hafi frjálsar hendur í nýskipuðum starfshópi og komi með tillögur til að stuðla að samkeppni á fjölmiðlamarkaði, þannig að fjölbreytni geti þrifist á fjölmiðlamarkaði. Þorgerður tekur fram að hlutdeild RÚV á auglýsingamarkaði hafi ekki aukist og sé um 1/3. Vandræði Skjás eins séu hins vegar komin til vegna samdráttar á auglýsingamarkaði og að kostnaður vegna kaupa á sjónvarpsefni hafi aukist vegna gengisbreytinga. Hjá 365 hafi áskriftir gengið vel en annað komi til kastanna svo sem tilraunir með NFS, tilraunir með rekstur Nyhedsavisen og tilraunir með rekstur Wyndeham prentsmiðjunnar í Bretlandi. Þorgerður segir mikilvægt að gera það sem hægt sé til þess að halda einkareknum fjölmiðlum gangandi og það eigi jafnframt við um prentmiðlana þar sem orðið hafi vart við aukna einsleitni á eignarhaldi. Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
„Ég má ekki til þess hugsa ef það yrði bara einn miðill sem yrði ríkismiðill," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra. Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra um að skipa þriggja manna starfshóp til að fjalla um þá stöðu sem íslenskir fjölmiðlar eru komnir í. Allir eru þeir mjög skuldsettir og hafa Árvakur, 365 og Skjárinn öll sagt upp starfsfólki í dag og í gær. Þorgerður bendir á að hún hafi ákveðið að leggja fram fjölmiðlafrumvarp á grunni Evróputilskipanna sem fyrst og fremst byggði á réttindi neytenda. Hún hefði svo ákveðið síðar í vetur að skoða þyrfti stöðu RÚV á auglýsingamarkaði og að hún bíði eftir niðurstöðu Samkeppnisstofnunar vegna þess máls. Þorgerður segir að sér hugnist það ekki að taka RÚV af auglýsingamarkaði. Hins vegar vilji hún, í ljósi þeirra breytinga sem séu að verða á efnahagsástandinu, ekki útiloka neina möguleika. Aðalmálið sé að menn hafi frjálsar hendur í nýskipuðum starfshópi og komi með tillögur til að stuðla að samkeppni á fjölmiðlamarkaði, þannig að fjölbreytni geti þrifist á fjölmiðlamarkaði. Þorgerður tekur fram að hlutdeild RÚV á auglýsingamarkaði hafi ekki aukist og sé um 1/3. Vandræði Skjás eins séu hins vegar komin til vegna samdráttar á auglýsingamarkaði og að kostnaður vegna kaupa á sjónvarpsefni hafi aukist vegna gengisbreytinga. Hjá 365 hafi áskriftir gengið vel en annað komi til kastanna svo sem tilraunir með NFS, tilraunir með rekstur Nyhedsavisen og tilraunir með rekstur Wyndeham prentsmiðjunnar í Bretlandi. Þorgerður segir mikilvægt að gera það sem hægt sé til þess að halda einkareknum fjölmiðlum gangandi og það eigi jafnframt við um prentmiðlana þar sem orðið hafi vart við aukna einsleitni á eignarhaldi.
Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira