Innlent

Almenningur á ekki að borga skuldir bankanna

Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson.

,,Þegar viðskiptabankarnir voru einkavæddir hætti ríkið að eiga þá," segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, í pistli á heimasíðu sinni og bætir við að þá hafi ríkið hætt að bera ábyrgð á skuldum bankanna, skuldbindingum og öðrum ákvörðunum.

Með einkavæðingunni fluttist eignarhald og ábyrgð frá ríkinu og þjóðinni til nýrra eigenda hlutafjárins. Eftir einkavæðinguna ber ríkið ekki ábyrgð á skuldunum og er það kjarni einkavæðingarinnar, að mati Kristins.

,,Einstaklingarnir sem við tóku eignarhaldi og rekstri bankanna gera það á sína ábyrgð. Þeir öxluðu fúslega ábyrgð sína meðan vel gekk og rétt er að þeir geri það áfram þegar illa gengur," segir Kristinn.

Kristinn segir að þegar Alþingi greip inn í með lagasetningu fyrir rúmum tveimur vikum var það ekki til þess að færa yfir á ríkið ábyrgðina af skuldum bankanna heldur til þess að tryggja að unnt yrði að halda áfram bankarekstri innanlands.

Pistil Kristins H. Gunnarssonar er hægt að lesa hér.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×