Lífið

Komu okkur á kortið sem hryðjuverkamönnum

Jón Baldvin Hannibalsson og Sverrir Stormsker.
Jón Baldvin Hannibalsson og Sverrir Stormsker.

„Þessar hetjur eru virkilega búnar að koma okkur á kortið sem stórglæsilegum hryðjuverkamönnum út um allan hinn stóra heim," svarar Sverrir þegar Vísir spyr hann út í hans sýn á ástandið á Íslandi í dag og efnistökin í útvarpsþættinum Miðjan sem hann stjórnar á Útvarpi Sögu.

Jón Baldvin Hannibalsson var nýverið gestur Sverris:

„Jón Baldni fór á kostum að vanda, kom víða við, skilgreindi kreppuna út í hörgul, malbikaði að sjálfsögðu svolítið yfir Dabba og gerði stólpagrín að Óla Bónusgrís," segir Sverrir.

„Hann las úr 3 ára bráðfyndinni yfirgengilegri lofræðu Ólafs um útrásarfurstana þar sem hann talaði um að sá orðstýr sem þessi viðskiptagúrú væru að skapa íslensku þjóðinni myndi aldrei deyja."

„Kallinn var í banastuði og mætir aftur í dag, miðvikudag, klukkan fjögur. Að þessu sinni munum við spjalla um flottar kellingar og hvort bros Geirs Haarde muni einhverntíma ná upp fyrir augabrýr og hvernig best sé að þvo peninga og bremsuför úr buxunum á bresku Jómfrúareyjunum," segir Sverrir.

Allir fyrri þættir Sverris eru aðgengilegir hér.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×