Viðskipti innlent

Westminster Bank tekur ekkert mark á Seðlabanka Íslands

Fiskútflutningsfyrirtækið Ögurvík hefur ekki fengið greiðslur fyrir afurðir sínar í Bretlandi þótt Ögurvík sé komið að aðgang að safnreikingi í Seðlabanka Íslands. Westminster Bank í Bretlandi tekur ekki mark á þessum reikningi.

Indriði Ívarsson starfsmaður Ögurvíkur segir að fyrirtækið hafi ekki fengið neinar sendingar til viðskiptavina sinna borgaðar undanfarna daga og er því í sömu sporum og fjöldi annara fyrirtækja sem stunda fiskútflutning. "Viðskiptavinir okkar í Bretlandi hafa reynt að senda okkur greiðslur í gegnum Westminster Bank en sé banki neitar að yfirfæra þær þótt það sé inn á reikning hjá Seðlabankanum," segir Indriði.

"Okkur tókst að vísu að fá greidda reikninga frá japönsku fyrirtæki í London í gegnum banka í Frankfurt," segir Indriði. "Núna erum við að reyna að fá aðra viðskiptavini okkar í Bretlandi til að nota þennan þýska banka til að koma greiðslum í okkar hendur."

Indriði segir að þetta ástand sem nú ríkir hvað varðar millifærslur á gjaldeyri milli Íslands og annarra landa sé að verða óþolandi. Og þá á hann ekki bara við um Ögurvík heldur allan útflutningsgeirann á fiski í heild sinni.

 









Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×