Innlent

Hótar breskum yfirvöldum málsókn

Ísland er ekki gjaldþrota eru skilaboð Geirs Haarde forsætisráðherra til íslensku þjóðarinnar, nú þegar íslenskt efnahagslíf er í frjálsu falli Hann hótar því að Íslendingar fari í mál við bresk stjórnvöld vegna skaða sem ummæli þeirra og aðgerðir hafa valdið.

Geir H. Haarde forsætisráðherra fékk í dag bréf frá Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, þar sem Brown lýsir vilja til þess að leysa deilur landanna vegna íslenskra banka í Bretlandi. Þetta kom fram á blaðamannafundi forsætisráðherra í Iðnó í dag.

Bréfinu var dreift til fréttamanna og þar kemur fram að Brown hefði áhyggjur af þeirri grafalvarlegu deilu sem upp er komin í samskiptum landanna eftir að ljóst varð að breskur almenningur og sveitarfélög hefðu tapað stórfé á bankareikningum í eigu íslenskra banka. Brown vísar í sterkt sambands milli Breta og Íslendinga.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×