Innlent

Geir: Þegar gamlir vinir bregðast þarf að leita nýrra

Geir Haarde forsætisráðherra segir að vinaþjóðir okkar hafi brugðist síðustu daga og því verði menn að leita sér nýrra vina. Á blaðamannafundi í Iðnó þar sem Geir svaraði spurningum erlendra blaðamanna var hann spurður hvers vegna leitað hafi verið til Rússa um gjaldeyrislán.

Geir þakkaði fyrir spurninguna því hún gæfi honum tækifæri til að útskýra málið. Síðustu daga og vikur hafi verið leitað til „vinaþjóða" Íslendinga til margra áratuga og þeir beðnir um aðstoð. Þegar þeim umleitunum hafi verið hafnað hafi ekki verið um annað að ræða en að leita nýrra vina.

Geir lagði áherslu á að í þessu sambandi væri hann ekki að tala um Norðulandaþjóðirnar sem hefðu gert það sem í þeirra valdi hafi verið til þess að aðstoða Íslendinga.

Geir vildi ekki tjá sig nánar um við hvaða þjóðir hann ætti en líklega á hann þarna við samninga sem bandaríski seðlabankinn gerði við þjóðirnar á Norðurlöndunum en Íslendingar eru ekki aðilar að þeim samningum. Einnig hefur verið búist við láni frá Evrópska seðlabankanum sem ekkert hefur bólað á.











Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×