Viðskipti innlent

Leitað til Landsbankans vegna sameiningar við Glitni

Björgólfur Thor Björgólfsson yfirgefur Stjórnarráðið í gærkvöld. Mynd/ Daníel.
Björgólfur Thor Björgólfsson yfirgefur Stjórnarráðið í gærkvöld. Mynd/ Daníel.

Á sunnudag var leitað til Landsbankans vegna málefna Glitnis. Þetta segir Ásgeir Friðgeirsson talsmaður Björgólfsfeðga sem eiga ráðandi hlut í Landsbankanum. „Þá fóru af stað svona ákveðnar hugmyndir varðandi sameiningu Landsbankans og Glitnis, þá í ljósi þess að það yrði einhver aðkoma ríkisins að því," segir Ásgeir.

Ásgeir segir að þrátt fyrir að ekki hafi tekist að ræða þá hugmynd til hlítar fyrir opnun markaða á mánudaginn hafi hún ekki verið slegin út af borðinu. „Það má svo sem segja að hún sé lifandi ennþá, en það er ekkert búið að ákveða," segir Ásgeir. Hann bendir á að ef af verði muni ríkið verða hinn ákvarðandi aðili í þessu ferli með 75% hluti í Glitni. Áfram var fundað um málið í nótt, en Ásgeir leggur mikla áherslu á að ekkert ferli sé enn til umræðu. Það séu engar sameiningarviðræður komnar í gang.

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagðist í Kastljósi í gær ekki vita hvort að Glitnir muni sameinast Landsbankanum. „Ég veit það ekki. Ég veit að það er hugmynd sem hefur verið í gangi um nokkra hríð," sagði Geir í Kastljósi í gærkvöld.













Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×