Innlent

Steingrímur J: Allt á trúnaðarstigi

Steingrímur J. Sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon

Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, vildi ekkert tjá sig um fund formanna stjórnmálaflokkanna með Seðlabankastjórunum í Seðlabankanum í kvöld. "Þetta er allt á trúnaðarstiginu. Það er bara þannig," segir Steingrímur J. í samtali við Vísi.

Aðspurður hvort einhverra tíðinda væri að vænta í fyrramálið sagði Steingrímur að það yrði bara að koma í ljós.

Hvorki Davíð Oddsson Seðlabankastjóri né Geir H. Haarde forsætisráðherra gáfu færi á viðtali eftir fundinn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×