Viðskipti innlent

Greiðslubyrði á 5.500 íbúðalánum þyngist um 20% á næsta ári

Greiðslubyrði á 5.500 íbúðalánum mun þyngjast um 20% á næsta ári og þarnæsta en þá koma íbúðalán sem tekin voru hjá bönkum árið 2004 til endurskoðunnar.

Þetta kom fram á morgunfundi greiningar Landsbankans á Hótel Nordica í morgun þar sem kynnt var hagspá greiningarinnar til ársins 2012. Reiknar greiningin með að þessi aukna greiðslubyrði muni verða mjög erfið fyrir þá sem eru með þessi lán.

Segir greiningin að þessum vanda verði hugsanlega mætt með sértækum aðgerðum og greingin á von á að málið komi til umræðu í komandi kjarasamningum.

Hvað fasteignamarkaðinn í heild varðar kemur fram í hagspánni að alls hafi 10.300 nýjar íbúðir verið byggðar á síðustu þremur árum en áætlað er að þröfin á nýjum íbúðum liggí á bilinu 1.700 til 1.800 íbúðir á ári.

Segir greiningin að lækkun fasteignaverðs, verðbólga og háir vextir muni draga mjög úr hagnaði í greininni. Gerir greiningin því ráð fyrir að íbúðafjárfesting dragist saman um 13% á þessu ári og 20% á því næsta.

Varst þú einn af þeim sem tókst íbúðalán hjá bönkunum 2004? Vísir óskar eftir að ræða við þig. Hafðu samband í gegnum ritstjorn@visir.is.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×