Lífið

Verða Jóhannes og Roman nágrannar?

Sveitarstjórinn á Svalbarðsströnd kannast ekkert við að Roman Abramovitsj, eigandi Chelsea hyggist byggja sér glæsivillu í héraðinu. Jóhannes í Bónus yrði nágranni rússneska auðmannsins.

DV hefur sagt frá því að Abramovitsj, eigandi knattspyrnuliðsins Chelsea, hafi hug á lóð og glæsivillu við rætur Vaðlaheiðar í Eyjafirði og hyggist hann falast eftir miklu plássi undir höll sína, sem myndi þýða að breytingar yrði að gera á deiluskipulagi. Stöð 2 hafði samband við eiganda lóðanna en hann sagðist ekkert geta tjáð sig um málið. Og var því reyndar mjög mótfallinn að fjallað yrði um það.

Árni Bjarnason, sveitarstjóri Svalbarðsstrandarhrepps, sagðist koma af fjöllum þegar fréttastofa bar málið undir hann í dag.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×