Erlent

Illa brennt lík fannst á einum þekktasta golfvelli heims

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Klúbbúsið fræga hjá Carnousite.
Klúbbúsið fræga hjá Carnousite. Nordic Photos / Getty Images

Starfsmenn hjá golfklúbbnum Carnoustie í Skotlandi fundu í morgun illa brennt lík á einum golfvelli klúbbsins sem er einn sá frægasti í heimi.

Líkið fannst í morgunsárið á Buddon-vellinum en öllum þremur völlunum var lokað í kjölfarið. Buddon-völlurinn er enn lokaður.

„Lögreglan hefur girt af svæði á Buddon-vellinum hjá Carnoustie," staðfesti talsmaður lögreglunnar í Tayside. „Rannsókn stendur nú yfir auk þess sem kappkostað er við að bera kennsl á líkið."

Carnoustie-golfklúbburinn er einn sá elsi í heimi en hann var stofnaður árið 1842. Vísbendingar hafa hins vegar fundist um að golf hafi verið spilað á svæðinu allt frá sextándu öld.

Championship-völlurinn er sá þekktasti hjá klúbbnum en opna breska meistaramótið fór þar fram í fyrra þar sem Írinn Padraig Harrington bar sigur úr býtum.

Hinir vellirnir heita Buddon og Burnside en sá fyrrnefndi var opnaður árið 1979.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×