Saksóknari vildi Ágúst vistaðan á stofnun að lokinni afplánun Andri Ólafsson skrifar 8. september 2008 16:02 Ágúst Magnússon Í réttarhöldunum yfir Ágústi Magnússyni krafðist ríkissaksóknari þess að Ágúst Magnússon yrði beittur öryggisráðstöfunum að lokinni afplánun á fangelsisdómi sínum. Þessi krafa var rökstudd með mati sálfræðings sem lagt var fyrir dómara. Þar kom fram að Ágúst væri haldinn alvarlegri barnagirnd og þrálátum kynórum. Það var einnig mat sálfræðingsins að Ágúst ráði ekki við þessar kenndir og því sé hætta á því að hann brjóti af sér á ný. Með öryggisráðstöfunum er átt við að Ágúst yrði áfram vistaður á stofnun þrátt fyrir að hafa lokið afplánun. Heimild er fyrir þessu í lögum þótt henni hafi aldrei verið beitt. Aðeins einu sinni áður hefur þess verið krafist að maður sé beittur þessu úrræði en það var í máli ákæruvaldsins gegn Steingrími Njálssyni. Dómari féllst ekki á þá kröfu frekar en í málinu gegn Ágústi Magnússyni. Ágúst var hins vegar dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir brot gegn sex drengjum. Dómurinn féll föstudaginn 26. mars 2004. Hann er nú á reynslulausn og er fluttur til Svíþjóðar eins og Vísir greindi frá í dag. Stundar nám við bilbíuskóla í Uppsölum. Sigríður Björnsdóttir, annar forsvarsmaður samtakanna Blátt áfram, gagnrýnir úrræðaleysi á málum forhertra barnaníðinga. „Í fyrsta lagi á svona maður að sitja allan dóminn. Hann á ekki að fá reynslulausn. Í öðru lagi þarf úrræði fyrir menn sem hafa fengið dóma fyrir kynferðisbrot gegn börnum og hafa lokið afplánun," segir Sigríður. „Sérstaklega þeim sem að mati sérfræðinga eru taldir líklegir til þess að brjóta af sér aftur eins og í þessu tilfelli." Sigríður segist þeirrar skoðunar að í sumum tilfellum verði hreinlega að vista menn áfram á stofnunum eftir að þeir hafi lokið afplánun eins og heimild er fyrir í lögum. Það sé nauðsynlegt til að verja börn fyrir kynferðislegu ofbeldi. „ÞvÍ sumum mönnum er hreinlega ekki viðbjargandi." Tengdar fréttir Fangelsismálastofnun leyfir Ágústi að ganga á guðs vegum Ágúst Magnússon er enn á reynslulausn og þarf því sérstakt leyfi frá fangelsismálayfirvöldum til þess að sækja biblíuskólann í Uppsölum. 8. september 2008 13:19 Barnaníðingur í biblíuskóla Ágúst Magnússon, sem nýlega losnaði úr fangelsi eftir fimm ára fangelsisdóm sem hann fékk fyrir kynferðisbrot gegn sex drengjum, hefur hafið nám við Livets Ord biblíuskólann í Uppsölum í Svíþjóð. 8. september 2008 12:15 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Í réttarhöldunum yfir Ágústi Magnússyni krafðist ríkissaksóknari þess að Ágúst Magnússon yrði beittur öryggisráðstöfunum að lokinni afplánun á fangelsisdómi sínum. Þessi krafa var rökstudd með mati sálfræðings sem lagt var fyrir dómara. Þar kom fram að Ágúst væri haldinn alvarlegri barnagirnd og þrálátum kynórum. Það var einnig mat sálfræðingsins að Ágúst ráði ekki við þessar kenndir og því sé hætta á því að hann brjóti af sér á ný. Með öryggisráðstöfunum er átt við að Ágúst yrði áfram vistaður á stofnun þrátt fyrir að hafa lokið afplánun. Heimild er fyrir þessu í lögum þótt henni hafi aldrei verið beitt. Aðeins einu sinni áður hefur þess verið krafist að maður sé beittur þessu úrræði en það var í máli ákæruvaldsins gegn Steingrími Njálssyni. Dómari féllst ekki á þá kröfu frekar en í málinu gegn Ágústi Magnússyni. Ágúst var hins vegar dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir brot gegn sex drengjum. Dómurinn féll föstudaginn 26. mars 2004. Hann er nú á reynslulausn og er fluttur til Svíþjóðar eins og Vísir greindi frá í dag. Stundar nám við bilbíuskóla í Uppsölum. Sigríður Björnsdóttir, annar forsvarsmaður samtakanna Blátt áfram, gagnrýnir úrræðaleysi á málum forhertra barnaníðinga. „Í fyrsta lagi á svona maður að sitja allan dóminn. Hann á ekki að fá reynslulausn. Í öðru lagi þarf úrræði fyrir menn sem hafa fengið dóma fyrir kynferðisbrot gegn börnum og hafa lokið afplánun," segir Sigríður. „Sérstaklega þeim sem að mati sérfræðinga eru taldir líklegir til þess að brjóta af sér aftur eins og í þessu tilfelli." Sigríður segist þeirrar skoðunar að í sumum tilfellum verði hreinlega að vista menn áfram á stofnunum eftir að þeir hafi lokið afplánun eins og heimild er fyrir í lögum. Það sé nauðsynlegt til að verja börn fyrir kynferðislegu ofbeldi. „ÞvÍ sumum mönnum er hreinlega ekki viðbjargandi."
Tengdar fréttir Fangelsismálastofnun leyfir Ágústi að ganga á guðs vegum Ágúst Magnússon er enn á reynslulausn og þarf því sérstakt leyfi frá fangelsismálayfirvöldum til þess að sækja biblíuskólann í Uppsölum. 8. september 2008 13:19 Barnaníðingur í biblíuskóla Ágúst Magnússon, sem nýlega losnaði úr fangelsi eftir fimm ára fangelsisdóm sem hann fékk fyrir kynferðisbrot gegn sex drengjum, hefur hafið nám við Livets Ord biblíuskólann í Uppsölum í Svíþjóð. 8. september 2008 12:15 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Fangelsismálastofnun leyfir Ágústi að ganga á guðs vegum Ágúst Magnússon er enn á reynslulausn og þarf því sérstakt leyfi frá fangelsismálayfirvöldum til þess að sækja biblíuskólann í Uppsölum. 8. september 2008 13:19
Barnaníðingur í biblíuskóla Ágúst Magnússon, sem nýlega losnaði úr fangelsi eftir fimm ára fangelsisdóm sem hann fékk fyrir kynferðisbrot gegn sex drengjum, hefur hafið nám við Livets Ord biblíuskólann í Uppsölum í Svíþjóð. 8. september 2008 12:15