Viðskipti innlent

Nyhedsavisen gjaldþrota: Fjögurra milljarða tap Stoða Invest

Frá skrifstofu Nyhedsavisen
Frá skrifstofu Nyhedsavisen

Stoðir Invest munu væntanlega þurfa að afskrifa um fjóra milljarða vegna gjaldþrots Nyhedsavisen. Þórdís Sigurðardóttir, forstjóri Stoða Invest, vildi ekki nefna neinar tölur í því sambandi.

„Við erum mjög undrandi á því að þetta hafi farið svona, sérstaklega í ljósi að við töldum verkefnið vera fjárhagslega tryggt eftir síðsutu samninga " segir Þórdís um gjaldþrot Nyhedsavisen sem greint var frá í gærkvöld.

Aðspurð um ástæður gjaldþrotsins segir Þórdís að Morten Lund, sem átti 85% í blaðinu, hafi skuldbundið sig til að koma með nýja fjárfesta inn í reksturinn í júlí en það hafi því miður ekki gengið eftir í því erfiða árferði sem verið hefur í Danmörku og víðar á undanförnum mánuðum.

Stoðir Invest hafa eytt miklum fjármunum í rekstur blaðsins og er fjárhagslegt tjón félagsins samkvæmt útreikningum Vísis ekki undir þeim fjórum milljörðum sem félagið hefur lánað blaðinu í útgáfutíð þess. Þórdís vildi ekki staðfesta töluna.




























Fleiri fréttir

Sjá meira


×