Olís gagnrýnir stjórnvöld fyrir aðgerðaleysi 29. ágúst 2008 13:12 Ólíuverzlun Íslands, Olís, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna frétta þess efnis að Viðskiptaráðherra hefur óskað eftir því við Samkeppniseftirlit og Neytendastofu að þróun eldsneytisverðs verði könnuð hér á landi. Í því sambandi vill Olíuverzlun Íslands benda á „þá staðreynd að meðal annars vegna aðgerðaleysis stjórnvalda þá eru rekstrarskilyrði fyrir fjármagnsfrekan rekstur eins og sölu og dreifingu á olíuvörum þau verstu hér á landi í allri Evrópu og þótt víðar væri leitað," segir í tilkynningunni. Þá er bent á að gengisfall krónunnar um ríflega 30% og vaxtastig sem nálgast 20% hafi margfaldað fjármagnskostnað félagsins. „Þessi kostnaðarauki mælist í slíkum stærðum að enginn atvinnurekstur getur staðið undir slíku án þess að það fari út í verðlag. Hækkun eldsneytisverðs á heimsmarkaði hefur magnað þessi áhrif enn frekar með stækkun efnahagsreiknings, aukningu skulda og hækkun dreifingarkostnaðar. Það liggur fyrir að ríkið tekur tæpar 75 krónur í sinn hlut af hverjum seldum lítra á sama tíma og aukinn rekstrarkostnaður hefur étið upp hlutdeild félagsins í eldsneytisverði." Í tilkynningunni segir einnig að það sé „verðugt verkefni fyrir stjórnmálamenn að ná böndum á verðbólgu og vaxtastigi í landinu, en það verður ekki gert með því að ráðast með ómaklegum hætti að einstaka atvinnugreinum. Olíuverzlun Íslands hefur nú þegar veitt umboðsmanni neytenda allar þær upplýsingar um olíumarkaðinn sem hann hefur óskað eftir. Samkvæmt lögum er verðlagning í landinu frjáls, en verðlagning á olíuvörum verður að endurspegla raunkostnað á hverjum tíma. Algengt sjálfsafgreiðsluverð á bensíni hjá Olíuverzlun Íslands er nú 165,7 kr/ltr, en á sama tíma kostar bensínlíterinn í Danmörku 181 krónu, í Noregi kostar bensínlíterinn 207 krónur, í Bretlandi kostar bensínlíterinn 175 krónur og í Þýskalandi kostar bensínlíterinn 180 krónur." Að lokum segir að Olíuverzlun Íslands muni „hér eftir sem hingað til leggja sig fram um að veita viðskiptavinum afburða þjónustu og samkeppnishæft verð." Mest lesið Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Stjórnun þarf ekki bara að breytast heldur „gerbreytast” Atvinnulíf Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Sjá meira
Ólíuverzlun Íslands, Olís, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna frétta þess efnis að Viðskiptaráðherra hefur óskað eftir því við Samkeppniseftirlit og Neytendastofu að þróun eldsneytisverðs verði könnuð hér á landi. Í því sambandi vill Olíuverzlun Íslands benda á „þá staðreynd að meðal annars vegna aðgerðaleysis stjórnvalda þá eru rekstrarskilyrði fyrir fjármagnsfrekan rekstur eins og sölu og dreifingu á olíuvörum þau verstu hér á landi í allri Evrópu og þótt víðar væri leitað," segir í tilkynningunni. Þá er bent á að gengisfall krónunnar um ríflega 30% og vaxtastig sem nálgast 20% hafi margfaldað fjármagnskostnað félagsins. „Þessi kostnaðarauki mælist í slíkum stærðum að enginn atvinnurekstur getur staðið undir slíku án þess að það fari út í verðlag. Hækkun eldsneytisverðs á heimsmarkaði hefur magnað þessi áhrif enn frekar með stækkun efnahagsreiknings, aukningu skulda og hækkun dreifingarkostnaðar. Það liggur fyrir að ríkið tekur tæpar 75 krónur í sinn hlut af hverjum seldum lítra á sama tíma og aukinn rekstrarkostnaður hefur étið upp hlutdeild félagsins í eldsneytisverði." Í tilkynningunni segir einnig að það sé „verðugt verkefni fyrir stjórnmálamenn að ná böndum á verðbólgu og vaxtastigi í landinu, en það verður ekki gert með því að ráðast með ómaklegum hætti að einstaka atvinnugreinum. Olíuverzlun Íslands hefur nú þegar veitt umboðsmanni neytenda allar þær upplýsingar um olíumarkaðinn sem hann hefur óskað eftir. Samkvæmt lögum er verðlagning í landinu frjáls, en verðlagning á olíuvörum verður að endurspegla raunkostnað á hverjum tíma. Algengt sjálfsafgreiðsluverð á bensíni hjá Olíuverzlun Íslands er nú 165,7 kr/ltr, en á sama tíma kostar bensínlíterinn í Danmörku 181 krónu, í Noregi kostar bensínlíterinn 207 krónur, í Bretlandi kostar bensínlíterinn 175 krónur og í Þýskalandi kostar bensínlíterinn 180 krónur." Að lokum segir að Olíuverzlun Íslands muni „hér eftir sem hingað til leggja sig fram um að veita viðskiptavinum afburða þjónustu og samkeppnishæft verð."
Mest lesið Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Stjórnun þarf ekki bara að breytast heldur „gerbreytast” Atvinnulíf Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Sjá meira