Árni á meðal stofnfjáreigenda í Byr - gefur ekki upp hve stór hluturinn er 29. ágúst 2008 18:01 Árni Mathiesen, fjármálaráðherra. MYND/GVA Árni Mathiesen, fjármálaráðherra, er á meðal stofnfjáreigenda í Byr. Þetta staðfestir Árni í samtali við Vísi. Hann vill þó ekki gefa upp hve stór hluturinn er, né hvenær hann keypti hann. Hann segist þó ekki hafa átt hann ýkja lengi. Árni seldi stofnfjárbréf í Sparisjóði Hafnarfjarðar sumarið 2005 og fékk hann fyrir þá hluti fimmtíu milljónir króna. Á þeim tíma sagði Árni í viðtali við Blaðið að þeir tímar væru liðnir að stjórnmálamenn ættu að vera að skipta sér af fjármálastofnunum. Sparisjóður Hafnarfjarðar sameinaðist síðar Sparisjóði Vélstjóra og úr varð Byr. Árni segir himinn og haf á milli þess að eiga í Byr og SPH. „Það er mjög mikill munur á því að vera stofnfjáraðili í Byr, sem er með 500 stofnfjáraðila og tekur yfir mjög mörg svæði á landinu, auk þess sem ég er algjörlega óvirkur stofnfjáraðili, eða því að vera stofnfjáraðili í SPH þar sem voru innan við 50 stofnfjáraðilar. Þar var ég mjög virkur, mætti á næstum því alla aðalfundi og tók til máls á þeim flestum. Það er bara himinn og haf þarna á milli," segir Árni. Í viðtali við Blaðið þann fjórtánda september 2005 sagði Árni aðspurður hvers vegna hann hafi selt í SPH á sínum tíma: „Ég tel að þeir tímar séu liðnir að stjórnmálamenn eigi að vera að skipta sér af fjármálastofnunum." Aðspurður hvort þessi ummæli stangist ekki á við stofnfjáreign í Byr segir Árni svo ekki vera. „Þegar ég segi að stjórnmálamenn ættu ekki að vera að skipta sér af fjármálastofnunum þýðir það ekki að þeir megi ekki fjárfesta. Það getur þó auðvitað skapað erfiðleika eins og kemur upp í þessu dæmi, en þá gæti ég þess að skipta mér ekki af," segir Árni og vísar til þess að á dögunum lýsti hann sig vanhæfan til þess að skipa í stöðu formanns sjálfseignarstofnunarinnar Byr-sjóður ses, á grundvelli þess að hann væri á meðal stofnfjáreigenda. Hann bendir einnig á að ef stjórnmálamenn sem hyggðu á fjárfestingar mættu ekki fjárfesta í fjármálafyrirtækjum væri ekki um auðugan garð að gresja þar sem Kauphöllin hér á landi samanstandi að mestu af fjármálafyrirtækjum. Árni segist ekki vera búinn að eiga hlutinn í Byr mjög lengi, en segir hann þó ekki alveg nýtilkominn. „Þessi hlutur er kominn til eftir að Byr verður til," segir hann. Fjármálaráðherrann vill heldur ekki gefa upp hver stóran hlut hann á í félaginu og segir það vera einkamál. Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Sjá meira
Árni Mathiesen, fjármálaráðherra, er á meðal stofnfjáreigenda í Byr. Þetta staðfestir Árni í samtali við Vísi. Hann vill þó ekki gefa upp hve stór hluturinn er, né hvenær hann keypti hann. Hann segist þó ekki hafa átt hann ýkja lengi. Árni seldi stofnfjárbréf í Sparisjóði Hafnarfjarðar sumarið 2005 og fékk hann fyrir þá hluti fimmtíu milljónir króna. Á þeim tíma sagði Árni í viðtali við Blaðið að þeir tímar væru liðnir að stjórnmálamenn ættu að vera að skipta sér af fjármálastofnunum. Sparisjóður Hafnarfjarðar sameinaðist síðar Sparisjóði Vélstjóra og úr varð Byr. Árni segir himinn og haf á milli þess að eiga í Byr og SPH. „Það er mjög mikill munur á því að vera stofnfjáraðili í Byr, sem er með 500 stofnfjáraðila og tekur yfir mjög mörg svæði á landinu, auk þess sem ég er algjörlega óvirkur stofnfjáraðili, eða því að vera stofnfjáraðili í SPH þar sem voru innan við 50 stofnfjáraðilar. Þar var ég mjög virkur, mætti á næstum því alla aðalfundi og tók til máls á þeim flestum. Það er bara himinn og haf þarna á milli," segir Árni. Í viðtali við Blaðið þann fjórtánda september 2005 sagði Árni aðspurður hvers vegna hann hafi selt í SPH á sínum tíma: „Ég tel að þeir tímar séu liðnir að stjórnmálamenn eigi að vera að skipta sér af fjármálastofnunum." Aðspurður hvort þessi ummæli stangist ekki á við stofnfjáreign í Byr segir Árni svo ekki vera. „Þegar ég segi að stjórnmálamenn ættu ekki að vera að skipta sér af fjármálastofnunum þýðir það ekki að þeir megi ekki fjárfesta. Það getur þó auðvitað skapað erfiðleika eins og kemur upp í þessu dæmi, en þá gæti ég þess að skipta mér ekki af," segir Árni og vísar til þess að á dögunum lýsti hann sig vanhæfan til þess að skipa í stöðu formanns sjálfseignarstofnunarinnar Byr-sjóður ses, á grundvelli þess að hann væri á meðal stofnfjáreigenda. Hann bendir einnig á að ef stjórnmálamenn sem hyggðu á fjárfestingar mættu ekki fjárfesta í fjármálafyrirtækjum væri ekki um auðugan garð að gresja þar sem Kauphöllin hér á landi samanstandi að mestu af fjármálafyrirtækjum. Árni segist ekki vera búinn að eiga hlutinn í Byr mjög lengi, en segir hann þó ekki alveg nýtilkominn. „Þessi hlutur er kominn til eftir að Byr verður til," segir hann. Fjármálaráðherrann vill heldur ekki gefa upp hver stóran hlut hann á í félaginu og segir það vera einkamál.
Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Sjá meira