Innlent

Rík ástæða til að fara fram á nálgunarbann

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu.
Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu.

Stefán Eiríkisson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að embættið hafi talið ríka ástæðu til að fara fram á áframhaldandi nálgunarbann manns sem ákærður hefur verið fyrir að beita sambýliskonu sína grófu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi.

,,Við setjum þetta fram af því að teljum ríka ástæðu til þess en það er síðan dómstólanna að meta það og þeir komast að þeirri niðurstöðu að svo sé ekki. Við þá niðurstöðu verðum við að sættast eins og allir aðrir. Ég ber mikla virðingu fyrir dómstólum þessa lands," segir Stefán.

Rannsóknin teygir anga sína út fyrir landsteinana og hefur lögreglan þurft að leita aðstoðar lögregluyfirvalda í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Hæstiréttur úrskurðaði í gær að hinn ákærði skuli ekki sæta áframhaldandi nálgunarbanni næstu þrjá mánuði en hann var dæmdur í janúar í sex mánaða nálgunarbann.

Ákærði beitti sambýliskonu sína ofbeldi og sýna myndir og myndbönd merki um miklar barsmíðar. Maðurinn fékk ókunnuga karlmenn til að eiga samræði við sambýliskonu sína gegn hennar vilja. Ákærði myndaði kynferðislegar athafnir mannanna með konunni. Ofbeldið átti sér stað á árunum 2005 til 2007.

- Rannsókn á grófum ofbeldisbrotum nær út fyrir landsteinana





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×