Viðskipti erlent

Olíuverðið hefur lækkað um 23 dollara á 14 dögum

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur nú lækkað um 23 dollara á tunnuna á undanförnum 14 dögum. Er verðið nú það lægsta í þrjá mánuði.

Í gærkvöldi var olíuverðið á mörkuðum beggja vegna Atlantshafsins komið niður í 122 dollara. Á tímabili í gærdag fór það allt niður í 120 dollara en hækkaði síðan aftur.

Fyrir 14 dögum náði verðið hámarki er tunnan fór í rúma 145 dollara en það hefur lækkað ört síðan.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×