Erlent

Heyrnarskemmdir hrjá einn af þremur Bandaríkjamönnum

Einn af hverjum þremur fullorðnum Bandaríkjamönnum þjáist nú af skertri heyrn. Talið er að heyrnarskemmdir verði eitt af stærstu heilbrigðisvandamálum þjóðarinnar á næstu árum.

Hópur vísindamanna við John Hopkins háskólann í Baltimore telur að 55 milljón Bandaríkjamanna hafi skerta heyrn í öðru eða báðum eyrum. Þeir sem verst eru settir eru hvítir karlmenn og þeir sem litla eða enga menntun hafa. Af þessum fjölda er talið að 29 milljón manns séu það heyrnarskertir að þeir greini ekki talað mál.

Það sem veldur þessari aukningu á heyrnarskertum í Bandaríkjunum er einkum hækkandi meðalaldur þjóðarinnar ásamt mikilli notkun persónulegra hljómflutningstækja eins og til dæmis ipod-spilara.

Skert heyrn er algeng meðal fólk sem náð hefur sjötugsaldrinum. Hinsvegar leiddi rannsókn í ljós að 8,5% þeirra sem voru á tvítugsaldrinum þjáðust af heyrnarskemmdum og hlutfallið var 17% þegar komið var á þrítugsaldurinn. Ástæður fyrir heyrnarleysi meðal ungs fólks er einkum hávaði á vinnustað, byssueign og hávær tónlist.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×