Lífið

Mel Gibson fékk sér þrefaldan Latté á Te & Kaffi

Mel Gibson er að spóka sig í blíðunni í Reykjavík.
Mel Gibson er að spóka sig í blíðunni í Reykjavík.

Ástralski stórleikarinn Mel Gibson er staddur hér á landi um þessar mundir. Leikarinn mun hafa litið við í Hallgrímskirkju ásamt syni sínum í morgun. Séra Jón Dalbú Hróbjartsson sóknarprestur í Hallgrímskirkju er staddur í fríi í Borgarfirði og hafði því ekki heyrt af komu leikarans í kirkju sína.

Heiðar Austmann útvarpsmaður á fm 957 sagði frá veru leikarans hér á landi fyrr í dag og það stóð ekki á viðbrögðunum hjá hlustendum. Ung stúlka hringdi inn í þátt Heiðars og sagðist hafa verið í sömu flugvél og leikarinn hingað til lands.

Kirkjuvörðurinn í Hallgrímskirkju varð heldur ekki var við leikarann í morgun, en sagði þó að vinkona sín hefði séð Gibson á Laugaveginum. Þá sat hann inni á Te & kaffi og hafði það náðugt.

Sunna Ingólfsdóttir starfsstúlka á kaffihúsinu sagði í samtali við Vísi að leikarinn hefði komið fyrr í dag og fengið sér þrefaldan kaffi Latté. Leikarinn mun hafa verið mjög sáttur við kaffibollann og var gríðarlega vinsamlegur við gesti og gangandi.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×