Hættuleg typpa-Toyota á götum Reykjavíkurborgar 22. júlí 2008 20:52 Þessi Toyota 4runner leikur lausum hala í umferðinni eftir því sem næst verður komist.fréttablaðið/anton „Ég held að þeir sem setja lög og reglur um svona nokkuð hafi hreinlega ekki hugkvæmni til að láta sér detta í hug slíkur möguleiki," segir Sigurður Helgason hjá Útvarpi Umferðarráðs - einn helsti sérfræðingur Íslands í umferðarmálum og umferðaröryggi. Starfsmönnum 365 hnykkti við samhliða því sem sérstæð sjón kallaði fram ákveðna tegund kátínu á mánudag. Jeppa hafði verið lagt í stæði við Skaftahlíð 24 en á húdd hans hafði verið boltað risastórt gúmmítyppi. Um er að ræða Toyota 4runner, kominn til ára sinna en býsna vígalegan þó. Búið að hækka hann upp í 38 tommu dekk, bensínbíll með 2,4 vél. Áður en tókst að ná tali af eigandanum var jeppinn farinn. Sá sem er skráður fyrir bílnum er Birkir Arnar Jónsson sem er rétt rúmlega tvítugur. Hann kannaðist ekki við bílinn svona skreyttan. „Ég er nýbúinn að selja hann. Gerði það um helgina og fór með eigendaskiptablaðið í gær. Nei, ég veit ekki hver keypti," segir Birkir. Hjá Umferðarstofu fengust þær upplýsingar að þangað bærust líklega ekki upplýsingar um nýjan eiganda fyrr en eftir tvo daga. Birkir segist hafa átt bílinn stutt og hafi því ekki bundist honum neinum tilfinningatengslum. Þessi meðferð fer því ekki fyrir brjóstið á honum. „Ég fór eina ferð á honum í Þórsmörk þar sem ég missti hann út af. Grindin brotnaði og ég ætlaði að henda honum en ákvað að selja og fékk fyrir einhvern 75 þúsund kall. Þetta grey var hálf ónýtt þegar ég keypti hann." Á Umferðarstofu er tæknimaður Kristófer Ágúst Kristófersson og hann fletti fram og til baka upp í reglugerðum en komst að því að regluverk um þetta væri mjög loðið og teygjanlegt. Vissulega er bannað að hafa útstæða hluti, sem þessi hlutur vissulega er, á bílum en þá þannig að ef þeir skaga út fyrir og geta valdið mönnum tjóni. Ekki er hægt að segja það um gúmmítyppi þetta og því erfitt að segja hvort þetta er bannað. Sigurður Helgason segir þetta svo vitlaust að engum hafi hugkvæmst að bregðast við svona nokkru. Að bolta það allra heilagasta á húddið: „Þetta byrgir ökumanni ábyggilega sýn ef það er eins og typpið á sumum," segir Sigurður og hlær. Hann telur líklegt að typpið geti orðið til að trufla menn í umferðinni og þar megi margir ekki við miklu. „Margar aftanákeyrslur hafa orðið þegar menn hafa verið að horfa á eitthvað fallegt uppi á gangstétt. Athyglin þarf að vera á umferðinni en ekki því sem tengist náttúrunni svona beint," segir Sigurður sem veit vart hvort hann á að hlæja eða gráta. Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Fleiri fréttir „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Sjá meira
„Ég held að þeir sem setja lög og reglur um svona nokkuð hafi hreinlega ekki hugkvæmni til að láta sér detta í hug slíkur möguleiki," segir Sigurður Helgason hjá Útvarpi Umferðarráðs - einn helsti sérfræðingur Íslands í umferðarmálum og umferðaröryggi. Starfsmönnum 365 hnykkti við samhliða því sem sérstæð sjón kallaði fram ákveðna tegund kátínu á mánudag. Jeppa hafði verið lagt í stæði við Skaftahlíð 24 en á húdd hans hafði verið boltað risastórt gúmmítyppi. Um er að ræða Toyota 4runner, kominn til ára sinna en býsna vígalegan þó. Búið að hækka hann upp í 38 tommu dekk, bensínbíll með 2,4 vél. Áður en tókst að ná tali af eigandanum var jeppinn farinn. Sá sem er skráður fyrir bílnum er Birkir Arnar Jónsson sem er rétt rúmlega tvítugur. Hann kannaðist ekki við bílinn svona skreyttan. „Ég er nýbúinn að selja hann. Gerði það um helgina og fór með eigendaskiptablaðið í gær. Nei, ég veit ekki hver keypti," segir Birkir. Hjá Umferðarstofu fengust þær upplýsingar að þangað bærust líklega ekki upplýsingar um nýjan eiganda fyrr en eftir tvo daga. Birkir segist hafa átt bílinn stutt og hafi því ekki bundist honum neinum tilfinningatengslum. Þessi meðferð fer því ekki fyrir brjóstið á honum. „Ég fór eina ferð á honum í Þórsmörk þar sem ég missti hann út af. Grindin brotnaði og ég ætlaði að henda honum en ákvað að selja og fékk fyrir einhvern 75 þúsund kall. Þetta grey var hálf ónýtt þegar ég keypti hann." Á Umferðarstofu er tæknimaður Kristófer Ágúst Kristófersson og hann fletti fram og til baka upp í reglugerðum en komst að því að regluverk um þetta væri mjög loðið og teygjanlegt. Vissulega er bannað að hafa útstæða hluti, sem þessi hlutur vissulega er, á bílum en þá þannig að ef þeir skaga út fyrir og geta valdið mönnum tjóni. Ekki er hægt að segja það um gúmmítyppi þetta og því erfitt að segja hvort þetta er bannað. Sigurður Helgason segir þetta svo vitlaust að engum hafi hugkvæmst að bregðast við svona nokkru. Að bolta það allra heilagasta á húddið: „Þetta byrgir ökumanni ábyggilega sýn ef það er eins og typpið á sumum," segir Sigurður og hlær. Hann telur líklegt að typpið geti orðið til að trufla menn í umferðinni og þar megi margir ekki við miklu. „Margar aftanákeyrslur hafa orðið þegar menn hafa verið að horfa á eitthvað fallegt uppi á gangstétt. Athyglin þarf að vera á umferðinni en ekki því sem tengist náttúrunni svona beint," segir Sigurður sem veit vart hvort hann á að hlæja eða gráta.
Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Fleiri fréttir „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Sjá meira