Skemmdarvargar ráðast að Vodafone - myndband Breki Logason skrifar 21. júlí 2008 13:07 Öryggismyndavél við skiltagerðina Ferró á Langholtsvegi náði í síðustu viku myndum af skemmdarvörgum sem rifu niður skilti á húsinu. Piltur og stúlka virðast koma út úr strætisvagni og ganga rakleiðis að skiltinu, sem er úr nýrri herferð Vodafone, og hefjast handa við að rífa það niður. Hrannar Pétursson upplýsingafulltrúi Vodafone segist eiga bágt með að trúa að þarna séu samkeppnisaðilarnir að verki. „Nei það held ég nú ekki. Ég vona að þeir séu ekki að eyða tíma sínum í þetta," segir Hrannar og hlær þegar hann er spurður hvort samkeppnin á farsímamarkaði hafi náð nýjum hæðum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem skilti úr herferðinni, Skítt með kerfið, er rifið niður. Vísir sagði frá því fyrir skömmu þegar nokkur skilti úr sömu herferð voru tekin niður. Þar var fagmannlega staðið að verki. Svo fagmannlega að grunur beindist að hreinsunardeild borgarinnar. Svo var þó ekki. „Við tilkynntum þetta til lögreglu en það hefur nokkrum sinnum komið fyrir að skilti eru rifin niður hjá okkur. Þetta var hinsvegar sérstakt að því leytinu til að þau virðast koma út úr strætó eingöngu til þess að eyðileggja skiltið," segir Sjöfn Sverrisdóttir eigandi Ferró. Auglýsingin var einungis búin að vera uppi í þrjá tíma en önnur auglýsing var sett upp strax daginn eftir. „Það er mjög þreytandi að skemmdir séu unnar á skiltum hjá okkur. Það er rándýrt að prenta, græja og þrífa skilti sem hafa verið skemmd." Hrannar segir að herferðin hafi hinsvegar vakið mikla athygli, á því sé enginn vafi. „Viðbrögðin sem við höfum fengið eru góð og það er enginn vafi í því að herferðin hefur hitt í mark." Ef einhver býr yfir upplýsingum um hverjir það eru sem sjást á myndbandinu má sá hinn sami senda póst á netfangið ritstjorn@visir.is Tengdar fréttir Ekki skemmdarverk á strætóskýlum Undanfarna daga hafa fjölmargir vegfarrendur haft samband við AFA JCDecaux sem annast auglýsingaskiltin á strætóskýlum borgarinnar. Hafa þeir látið vita um skemmdarverk á skiltunum þar sem búið er að líma veggspöld með slagorðinu Skítt með kerfið yfir aðrar auglýsingar. 9. júlí 2008 15:07 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Sjá meira
Öryggismyndavél við skiltagerðina Ferró á Langholtsvegi náði í síðustu viku myndum af skemmdarvörgum sem rifu niður skilti á húsinu. Piltur og stúlka virðast koma út úr strætisvagni og ganga rakleiðis að skiltinu, sem er úr nýrri herferð Vodafone, og hefjast handa við að rífa það niður. Hrannar Pétursson upplýsingafulltrúi Vodafone segist eiga bágt með að trúa að þarna séu samkeppnisaðilarnir að verki. „Nei það held ég nú ekki. Ég vona að þeir séu ekki að eyða tíma sínum í þetta," segir Hrannar og hlær þegar hann er spurður hvort samkeppnin á farsímamarkaði hafi náð nýjum hæðum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem skilti úr herferðinni, Skítt með kerfið, er rifið niður. Vísir sagði frá því fyrir skömmu þegar nokkur skilti úr sömu herferð voru tekin niður. Þar var fagmannlega staðið að verki. Svo fagmannlega að grunur beindist að hreinsunardeild borgarinnar. Svo var þó ekki. „Við tilkynntum þetta til lögreglu en það hefur nokkrum sinnum komið fyrir að skilti eru rifin niður hjá okkur. Þetta var hinsvegar sérstakt að því leytinu til að þau virðast koma út úr strætó eingöngu til þess að eyðileggja skiltið," segir Sjöfn Sverrisdóttir eigandi Ferró. Auglýsingin var einungis búin að vera uppi í þrjá tíma en önnur auglýsing var sett upp strax daginn eftir. „Það er mjög þreytandi að skemmdir séu unnar á skiltum hjá okkur. Það er rándýrt að prenta, græja og þrífa skilti sem hafa verið skemmd." Hrannar segir að herferðin hafi hinsvegar vakið mikla athygli, á því sé enginn vafi. „Viðbrögðin sem við höfum fengið eru góð og það er enginn vafi í því að herferðin hefur hitt í mark." Ef einhver býr yfir upplýsingum um hverjir það eru sem sjást á myndbandinu má sá hinn sami senda póst á netfangið ritstjorn@visir.is
Tengdar fréttir Ekki skemmdarverk á strætóskýlum Undanfarna daga hafa fjölmargir vegfarrendur haft samband við AFA JCDecaux sem annast auglýsingaskiltin á strætóskýlum borgarinnar. Hafa þeir látið vita um skemmdarverk á skiltunum þar sem búið er að líma veggspöld með slagorðinu Skítt með kerfið yfir aðrar auglýsingar. 9. júlí 2008 15:07 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Sjá meira
Ekki skemmdarverk á strætóskýlum Undanfarna daga hafa fjölmargir vegfarrendur haft samband við AFA JCDecaux sem annast auglýsingaskiltin á strætóskýlum borgarinnar. Hafa þeir látið vita um skemmdarverk á skiltunum þar sem búið er að líma veggspöld með slagorðinu Skítt með kerfið yfir aðrar auglýsingar. 9. júlí 2008 15:07